laugardagur, maí 06, 2006

3. í afmæli

jæja, þá er veisluhöldum í tilefni hækkandi aldurs míns lokið.

Hélt ágætis partý hérna á Holsteinsgötunni í gær, með u.þ.b. 30 gestum úr öllum áttum og held að allir hafi bara skemmt sér vel. Var reyndar svoldið stressuð yfir því hvernig tækist að hrista saman læknabekkinn minn, dönskubekkinn minn, íslenska vinahópinn og nokkrar stakar eldflugur, en það var alla vega ekki annað að sjá á fólkinu sem hér var en að það hafi tekist ágætlega. Enda á ég svo einstaka vini að það er ekki á öðru von ;o)

Fékk svo afmælissönginn á 4 tungumálum, íslensku, ensku, finnsku og dönsku, og væmna en um leið mjög skemmtilega ræðu frá íslensku vinkonunum mínum hérna, (takk fyrir hana Elva :o) um leið og mér var afhent rauðvínssett komplett sem ég var mjög ánægð með, eins og þeir sem þekkja mig geta ímyndað sér ;o)

Og þeir sem heimsækja mig í sumar geta átt von á því að ég tölti með þá út í fælledsparken og spili Kubbs!

Í dag er það svo bara heljarinnar tiltekt, allt fljótandi í glösum, bjórdósum og flöskum svo það er eins gott að taka til hendinni! Þó hinir eiginlegu timpurmenn hrjái mig ekki þá eru eftirköstin næg samt ;o)

miðvikudagur, maí 03, 2006

Til hamingju með afmælið Fríður Finna :o)

Takk fyrir allar kveðjurnar og sms-in í dag (og í gær ;o)

Þetta bætti svoldið úr skák með það að hafa þurft að fara frá Íslandi 2 dögum fyrir afmælið mitt!