mánudagur, júní 25, 2007

Stjörnuspáin í dag

NautNaut: Tveggja mánaða stríð þitt við aðgerðaleysi er búið - næstum því. Vertu sterkur og þrjóskur. Horfðu í augun á því, taktu það á sálfræðinni. Sigraðu

Jamm, tveggja mánaða aðgerðarleysi lokið! Engar fleiri sumarnætur þar sem barist er við að klára námsefnisskammt dagsins áður en Óli Lokbrá tekur völdin, eða skýrsluleiðbeiningar í flugvélum meðan þeyst var á milli ótalinna landa og borga. Veit ekki alveg við hverju ég á að búast á næstu mánuðum ef síðustu tveir hafa verið í aðgerðarleysi!!!!!

Af mér er annars það að frétta að aðdráttaraflið á milli mín og Stefáns er svo sterkt að það tekur af okkur öll völd, meðal annars þegar við hjólum, og þess vegna er ég nú með vafinn fót og hækjur sem líklega verða minn traustasti fylgifiskur næstu vikurnar. Alla vega virðist þetta ætla að duga til að slíta aflið á milli okkar Stefáns en hann fer heim eftir 9 tíma.

Fríður og hækjurnar