fimmtudagur, desember 13, 2007

Prófalestur

Ég er byrjuð í prófalestri.

Og hvað þýðir það?

Jú, að ég er búin að tala við fullt af fólki á msn sem ég hef ekki spjallað við í óratíma, íbúðin er alveg upp á sitt besta (eða alla vega á laugardaginn...) og ég er búin að laga myndasíðuna mína!!!

Ákvað að hafa lykilorð inn á hana, og þið getið fengið það með því að senda mér póst á fridurfinna@yahoo.com.
Bjó síðan líka til kenni svo þið gætuð KOMMENTAÐ á herlegheitin, og það er:
fridurfinna@hotmail.com (á þetta líka, en nota ekki ;o)
og lykilorðið...

Ákvað að hafa það einfalt svo það er það sama og til að komast inn, þið fáið það um leið og þið sendið mér póst ;o)

Og þar hafiði það.

Knús í krús

hvað næst???

Í gær missti ég af flugi

Í dag kveikti ég í hárinu á mér

hvað gerist á morgun?!?!



Smá getraun samt:
Fékk þetta í "Bannorð" í Party og Co um daginn.
Man ekki alveg nákvæmlega hver bannorðin voru, en það var alla vega eitthvað með tennis, og amerískan meistara árið hitt eða þetta. Er ekki alveg mín sterkasta hlið svo þetta varð leiðin:

Alla vega, spurt er um mann.

Fornafnið hans er það sama og Beckham fótboltastjörnu (Giftur Victoriu Beckham ef einhverjir þekkja ekki fótboltastjörnuna ;o)

Fyrri hluti eftirnafnsins:
Hvað er efst í kirkjuturni? Og það á ensku?

Seinni hluti eftirnafnsins:
Er það sama og fornafn frægrar (af eindæmum...) söngkonu, sem heitir Winehouse að eftirnafni og birtist yfirleitt útúrdópuð á síðum blaðanna.

mánudagur, desember 10, 2007

Góðir grannar

Við eigum mjög góða nágranna hérna í húsinu. M.a. íslenskt par, Arnar og Rögnu, sem við umgöngumst mikið, og svo er það Nikolai, strákurinn sem býr beint fyrir ofan okkur.

Þegar við vorum nýflutt inn auglýstum við eftir borvél í láni, og var hann mættur daginn eftir með borvélina sína. Það var reyndar Stefán sem setti upp auglýsinguna, en ég og Viktoría sem tókum á móti honum, og eiginlega vissum við ekki hvað væri eiginlega í gangi, einhver strákur með borvél í dyrunum ;o)
Upp úr því hafa samt myndast ágæt tengsl á milli hæðanna, og er honum boðið í öll partý sem við höldum. Bæði af því að þetta er ágætis strákur, en ekki síður af því að hann er sá eini sem er með íbúð sem liggur beint að okkar....
(Þar með er aldrei kvartanavandamál vegna hávaða... ;o)

En alla vega.
Nikolai þessi er ættaður frá lítilli, franskri eyju í suðri, og er frekar dökkur og dularfullur yfirlitum. Þetta útlit hans, ásamt frönskukunnáttunni og svo ég tali nú ekki um salsahæfileikunum, er að fara alveg afskaplega vel í dönsku stelpurnar. Og það getur verið ansi gaman að virða fyrir sér mannskapinn í partýjum hjá honum, þar sem Stefán er oftast eini aðilinn af karlkyni fyrir utan gestgjafann, og restin er ljóshærðar, myndarlegar stelpur...

Við vorum ekki búin að þekkja Nikolai lengi þegar við komumst að því að Nikolai er með mánudagsstelpu, þriðjudagsstelpu, miðvikudagsstelpu og fimmtudagsstelpu. Og svo er hann með nokkrar helgarstelpur, en það getur verið misjafnt hver kemur hvenær, og hversu oft þær koma ;o)

Annað sem við komumst MJÖG fljótlega að um Nikolai, og reyndar svo fljótt að það var áður en við komumst að neinu öðru, er að rúmið hans kjaftar.

Og af hverju er ég að blogga kl. 01:52 á sunnudagskvöldi?


Jú, ein af helgarstelpunum er í heimsókn...