föstudagur, mars 02, 2007

back to real life

jamm, þetta er bara búið! Mánuðurinn í Kína sem búið var að bíða eftir í marga mánuði er liðinn og ég er komin aftur heim, ekki í heiðardalinn, heldur götuóeirðirnar í Köben. Ekki slæm skipti það eða hvað?

Síðasta lið ferðarinnar lauk í dag, þegar Viktoría flaug heim til Íslands. Þetta verður samt engin langloka um Kína í þetta sinnið. Smáatriðin detta inn smátt og smátt hugsa ég, en þetta var alla vega æðislegt ferðalag. Ferðafélagarnir frábærir og lengi hægt að hlægja að öllu því sem kom upp á eða gerðist ekki, og ylja sér við minningarnar. Enda er Kína ALLT. Það er heitt og kalt, ríkt og fátækt, skemmtilegt og leiðinlegt, fallegt og ljótt, blómailmur og hlandfýla, jing og jang.

Póstkortin urðu færri en gert var ráð fyrir, það var svo erfitt að finna pósthús...