laugardagur, nóvember 22, 2008

two things...

Eitt: Minniði mig á að ég ætla ekki að velja mér sérgrein þar sem ég kem til með að þurfa að vinna mikið með dementu fólki. No offence, en það á ekki við mig að geta ekki rökrætt við fólk, og að mega eiga von á því að vera lamin bara svona af því bara, eða kölluð öllum ljótustu nöfnum sem finnast ;o) (þetta var sem sagt skemmtileg vakt í nótt...)

Tvö: Hvað er það að vera að senda manni skilaboð á msn og facebook sem segja manni að senda þetta viðkomandi mail á ALLA sem maður þekkir, því annars verði áðurnefndu lokað?! Eru einhverjar líkur á því að fyrirtæki með milljónir notenda sem græða feitt á auglýsingum akkúrat vegna notendafjöldans, fari að loka aðal tekjulind sinni?!?!Þetta er held ég mesta snilldar spam sem ég hef á ævi minni fengið, þarft ekki einu sinni að forrita kóða, heldur bara láta spamið flakka manualt um allan vefheim! Hættið samt að senda mér þetta...


Tívolí, desember 2006. Góðir tímar. Ég sakna litlu systur. Verst að það verður engin jólaheimsókn í ár :o(

Og eitt í viðbót, svona fyrst ég er byrjuð :o) 25 dagar þangað til ég kem heim!!!

mánudagur, nóvember 17, 2008

30 dagar þangað til ég kem heim!

Góð helgi liðin.
Ásta komst á leiðarenda og föstudagskvöldið var mjög ráðsett, bíómynd í sjónvarpinu og barnapössun svo gömlu hjúin á efri hæðinni kæmust út til að fagna síhækkandi aldri föðursins ;o)

Laugardagurinn var svo þéttskipulagður. Byrjað í kökuboði á efri hæðinni (aftur í tilefni af aldri föðursins..) og svo haldið niður í miðbæ. Fórum á "Bodies" sýninguna sem er fyrir þá sem ekki þekkja til, sýning á líkama mannsins eins og hann leggur sig, með raunverulegum módelum. Það er æðar, vöðvar, taugar, bein etc sett upp á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Hugsa samt að mér hefði þótt þetta meira áhugavert fyrir svona 5 árum, eða réttara sagt, meira spennandi. Hef einhvern veginn séð þetta allt saman áður ;o)

Þaðan var svo haldið í Tivoli, að kíkja á jólaljósin. Alltaf jafn fallegt, þó að ljósamagnið sé kannski ekki svo yfirþyrmandi fyrir Íslending eins og fyrir flesta aðra :þ

Um kvöldið streymdi svo að fólk í efterårsfest. Alltaf smá risky að blanda saman svona mörgum ólíkum hópum, einstaklingum og tungumálum, en þetta reddaðist allt og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Þurfti alla vega að hálf reka síðustu gestina út upp úr 5, þegar ég nennti ekki meiru...


Og nú er það bara venjulegur mánudagur aftur. 17 vinnudagar eftir af klínikinni, og ég get ekki beðið eftir því að þetta verði búið. Erum alltaf að skipta um deildir núna, og það er einhvern veginn ekki jafn mikið sem 7. sem læknanemar geta gert á medicinsk eins og á skurðdeildum, þannig að það fer ótrúlegur tími í að hanga og gera ekki neitt því jafnvel þó maður gangi um og hreinlega GRÁTBIÐJI um verkefni, þá er ekki svo mikið sem við getum gert. Ekki alveg mitt uppáhald, og eins og einn "rul"-félagi minn orðaði það "þetta er eins og vera fyrsta daginn í vinnunni í 6 vikur samfleitt!".

Farin að klifra, update síðar :o)

Ps. Nýja myndavélin mín nýttist vel í partýinu!
Pss. Hef aldrei séð það áður, en já, nú skil ég hvað fólk var að tala um þegar því fannst ég og Fanney svo líkar!