miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Það er fædd prinsessa í Álaborg :o)

Það er komin lítil prinsessa í Álaborg!! Er hún hér með boðin velkomin í heiminn, og foreldrum og stóra bróður hjartanlega óskað til hamingju :o)


En að öðru, áður en mér tókst að ljúka síðasta klukki var búið að klukka mig aftur svo að... ;o)

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1. International Secretary - Bandalag íslenskra skáta
2. -stjóri í fjölskyldu og húsdýragarðinum (var með 3 mismunandi -stjóra titla!)
3. Element.
4. Landsbanki Íslands, Árskóli og fullt fleira

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur
Veit ekki hvort ég á í alvöru að setja þetta frá mér ... :o/

1. 10 things I hate about you
2. Pretty woman
3. Clueless
4. Lord of the rings
Jamm, það er bara engin ástæða að horfa aftur á mynd nema að hún endi vel og maður geti farið sáttur að sofa ;o)


4 Staðir sem ég hef búið á um ævina.
1. Ártún 19, 550 SKR
2. Hólavegur 17, 550 SKR
3. Nönnugata 1, 101 RVK
4. Holsteinsgade 66, 5-2, 2100 Köbenhavn

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
1. Friends
2. O.C.
3. Alias
4. Bráðavaktin

4. Síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
1. mbl.is
2. einkabanki.is
3. ruv.is
4. ...

4 Staðir sem ég hef heimsótt í fríum
1. Mexíkó
2. Slóvenía
3. Mónakó
4. Kanarý...and many more

4 matarkyns sem mér líkar
1. Jólamaturinn
2. Kjöt í karrý
3. Soðin ýsa með kartöflum og smjöri
4. Lambalæra
Já, er maður svoldið langt að heiman?!?!

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna
1. Á Íslandi
2. Í góðri sundlaug með heitum pottum og gufubaði!!!
3. Á skíðum
4. Í góðu partýi með gömlum vinum

4 manneskjur sem ég ætla að klukka
Fanney
Ásdís
Anna
Hanna og Óttar, Kristófer og litla prinsessan :o)

Og þá er því lokið :o)

Klukk

Sigyn klukkaði mig fyrir mörgum mánuðum síðan. Best að fara að skila því af sér ;o) Þetta klikkaði samt eitthvað aðeins í copy paste-inu en þið hljótið að geta lesið þetta :þ

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey

 1. Klára “interrail” ferðina sem við Sigyn fórum í um árið :o)
 2. Koma til allra landa í heiminum, (sleppi kannski suðurskautslandinu )
 3. Fara á U2 tónleika
 4. Eignast barnabörn
 5. Læra að spila á gítar
 6. Læra að elda rjúpur
 7. Bæta heiminn

Sjö hlutir sem ég get
1. Sleikt á mér olnbogann!!!
2. Munað símanúmer og afmælisdaga, og það ekkert smá af þeim!
3. Eldað lambalæri með sósu og alles tilbehör
4. Horft á OC, desperate housewifes, Lost, friends, Alias og bráðavaktina non-stop
5. Sleikt á mér nefið
6. Farið í splitt
7. Borðað endalaust af poppi!

Sjö hlutir sem ég get ekki
1. Tekið úr mér linsurnar með naglalausum puttum
2. Spilað á gítar
3. Gengið á höndum
4. Tekið 20 upphýfingar
5. Keyrt án gleraugna eða linsa ( eða gert nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð ;o)
6. Sagt a á alla þá mismunandi máta sem danir gera - Hvað er málið, af hverju búa þeir ekki til fleiri sérhljóða!!! ;o)
7. Skilið hvernig folk getur réttlætt morð á öðru fólki með trúarbrögðum


Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Sjálfstæður vilji
2. Eigin skoðanir!!!
3. Húmor,
4. Gáfur
5. Augun
6. brosið
7. Hendurnar

Sjö orð sem ég nota mikið

 1. Shit
 2. okey
 3. Undskyld
 4. Heyrðu
 5. Sau (“Sá”)
 6. Panum
 7. Fadl

  Þetta var erfiðara en það sýnist!!!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Héðan og þaðan

Það er strákur með mér í dönskutímum sem heitir Bignéf. Ekki skrifað alveg svona, en framburðurinn er þessi. Átti svoldið erfitt með mig í fyrstu tímunum, sérstaklega þar sem guttinn er með svoldið stórt nef!

Keypti nýtt dekk og nýja slöngu á hjólið mitt (tiger límið var ekki alveg að valda þessu ;o) Borgaði 350 kr fyrir hjólið, 285 fyrir dekkið og slönguna, reyndar með ásetningu, en hún var minnsti hlutinn! Þetta var nú samt alveg þess virði þar sem nú er ég 10 mín fljótari í skólann en áður! (sem er svoldið stórt hlutfall af 10 mín ;o)

Það eru brjálaðar sprengjur hérna úti. Vona að það séu afgangar frá áramótunum en ekki Al Qaeida. Og fyrir ykkur sem eruð með áhyggjur, þá fer ég nánast aldrei neitt með lestum, bara allt á góða hjólinu mínu :o)

Frá og með morgundeginum bý ég ein í íbúðinni minni. Það verður sko heldur betur ljúft! Verður að viðurkennast að ég var orðin svoldið þreytt á næstum því fyrrverandi leigjendum mínum :þ 12 mars flytur svo hún Anna Kristín til mín og sýnist mér á öllu að það verði bara hin besta sambúð!

Á fimmtudaginn fer ég til Holbæk (á bíl!!!) til að hitta patientinn minn. Við hann á ég að tala í 12-16 tíma, í 4 hrinum. Það fara 12 tímar í ferðalögin fram og til baka.

Komið gott í bili

Knús og góða nótt

Fríður

Svörin komin!

Ég er loksins búin að svara um alla sem skráðu nafnið sitt í commentin :o) Betra er seint en aldrei!!!

Hér í Köben er mesta snjókoma í áraraðir. Það var reyndar búið að fullyrða það við mig. að það væri aldrei snjór í Köben, hann leystist upp í gráa myglu áður en hann lenti, en það hefur sko heldur betur afsannast!!! Hér er sko meiri snjór en ég hef séð í áraraðir heima á Íslandi, og búið að vera lengi. Ég er alla vega farin að hugsa ansi sterkt til hjálmsins míns niðri í kjallara í Ártúninu, svona á meðan ég skvettist um göturnar á hjólinu mínu.

En dagurinn í hnotskurn var alla vega sá að ég hjólaði í skólann í geðveikri snjókomu, bara alveg eins og að vera á Íslandi nema þá hefði maður verið í bíl en ekki á hjóli ;o)
Hjólaði svo heim í grenjandi rigningu svo snjórinn verður líklega farinn eftir nokkra daga, en þetta þýddi alla vega að ég var rennandi blaut þegar ég kom heim. Það var dejligt.

Keypti líka bók með 50% afslætti, og fékk í kaupbæti allar skýrslur ársins ásamt verkefnabókum og fleiru. Góð kaup það ! :o)

adios