... Haldiði ekki að ég sé að fara í próf tveimur dögum eftir að ég kem aftur til Danmerkur eftir "fríið" mitt!!!
Er að fara á SPV kúrsus til að mega vinna inni á spítölunum, og byrja þann 28 jan með prófi!!! S.s. tveimur dögum eftir að ég kem aftur út, og ég sem var búin að hlakka svo til að vera bara heima að gera ekki neitt!!!
En ég ætla samt ekki að stressa mig yfir því. Þetta eru ekki nema um 250 bls sem þarf að lesa svo ég renni yfir það einu sinni eða tvisvar, og tek svo bara góða skorpu þegar ég kem aftur út :þ Það verður alla vega aldrei verra en það að ég þarf að taka prófið aftur uppi á FADL-skrifstofunni ;o)
En, bæ í bili, - farin í efnafræðina (hafið þið heyrt þetta áður?!?!)
P.s.
Ég tók þátt í leik á síðunni hjá Hönnu og Óttari svo ég verð víst að setja þetta inn hérna líka :o)Svörin koma, en samt ekki fyrr en eftir kannski svona 10 daga!!!
En hérna kemur þetta!
Skráðu nafnið þitt í athugasemdir og...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína um þig.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt!!!