laugardagur, febrúar 24, 2007

Sanya, Hong Kong, Guanshou og Yingshuan

Tad er liklega kominn timi á nýja færslu hingad inn, eða hvað?

Attum frábæra viku í Sanya, helsta strandbæ Hainan, en höguðum okkur ad sjálfsögðu eins og ekta Íslendingar og skaðbrunnum öll á fyrsta degi svo við fórum ekki út nema kappklædd fyrr en mörgum dögum seinna. Byrjuðum á því að gista í tjaldi á ströndinni, hljómar voða rómó að sofna við rólegt öldugjálfur og skríða svo bara út og leggjast í sólbað þegar maður vaknar...

...Mesti glansinn fór nú samt af því þegar maður var búinn að reyna að slétta sandinn undir sér í nokkra tíma án árangurs, rólega öldugjálfrið reyndist vera eins og á Íslandi í góðu roki, og ekki síst þegar vélsög fór í gang kl. hálf sjö um morguninn í 10 metra fjarlægð...
Og sem betur fer áttum við vísa gistingu innan dyra á rúmi næstu 5 nætur svo ekki varð meira um strandgistingar, ja ekki nema þá í sólbaðinu ;o)

Gerðum annars bara ekki neitt þarna, nema að rölta á milli hostelsins, helstu veitingastaða í nágrenninu og svo strandarinnar þegar skinnið leyfði. Og reyndar að fara að kafa sem var ágætis upplifun en stóðst samt ekki samanburð við Cozumel í Mexíkó.

Flugum svo frá Sanya til Hong Kong þar sem við gistum á undarlegu hótelherbergi með dagblöð sem gluggatjöld fyrir helmingnum af gluggunum, og ekki neinu fyrir rest. Enn undarlegra var samt starfsfólkið sem reifst og slóst og var besta stundin af þeirri dvöl sú þegar við tékkuðum okkur út!!!

Gerðum mest lítið þarna í Hong Kong, en náðum nú samt að fara upp á hæsta toppinn á Hong Kong Island, og labba niður, skoða ljósamergðina frá hinum ýmsu sjónarhornum, horfa á lasershow og flugeldasýningu í tilefni nýársins (Langt þangað til maður sér aðra svona býst ég við!!!) , sitja á ískaffihúsi og hitta Bjarka og systur hans.

Nú erum við hins vegar komin heim til Kusu, þar sem við verðum næstu 3 dagana í rólegheitunum. Búin að fara til klæðskerans og panta ógrynnin öll af fötum, rölta á næturmarkaðinn og sjá einhvern smá hluta af bænum. Verðum líklega bara áfram í þessu tempói þangað til við förum aftur til Peking og svo bara heim :o(