fimmtudagur, júlí 10, 2008

Kominn tími á update?

Staðsetning: Suður Afríka
Why? Alheimsráðstefna WAGGGS (alheimssamtök kvenskáta, sem ég sit í Evrópustjórn fyrir)
Hvað:
-KALT! Hverjum hefði dottið það í hug??!?!? Var reyndar búin að sjá að hitinn yrði á milli 5 og 16 gráður, og pakkaði í samræmi við það, en þó ég teljist yfirleitt engin kuldaskræfa á Íslandi, að þá er þetta mun verra heldur en tilsvarandi heima!
-Vinna. Vá mun meiri en ég hafði ímyndað mér. Maximum náð 5 tímum á nóttu undanfarna 1,5 viku, oftast minna. Kláraði samt stærsta og mikilvægasta verkefnið mitt í dag, svo restin verður slökun. Ætla líka að leyfa mér að sofa út í fyrramálið...
Hvernig:
-Well, svipað og Evrópuráðstefnan, bara fleiri litir á fólki, og fleiri konur. (og færri karlar þó þeir séu nú fleiri en ég átti von á...;o)
-Ekki alveg búin að fatta hvað er svona miklu meira sérstakt við þetta en blönduðu, er líklega bara of mikil sagno í hjarta mínu. (það eru sumar samstarfskonur mínar sem hafa talað um þennan viðburð með bjarma í augunum í áraraðir. Ekkert að neita því að þetta er gaman, sé bara ekki þennan stóra mun þar sem mér finnst hitt hafa alveg jafn mikil áhrif)
Hvað svo?
-Heim á landsmót, með stuttu stoppi í DK til að þvo þvott og skipta um í töskunni...