fimmtudagur, mars 29, 2007

Tækniundrin

Ætlaði að vera geðveikt sniðugt einhvern tímann um daginn, skrifaði 3 blogg í einu og setti 2 í geymslu. Birti þau svo næstu daga í þeirri von og trú að það liti út fyrir að ég væri orðin þvílíkt dugleg að blogga, bara blogg á hverjum degi!!!
En nei, Blogspot sá sko við þessum sniðugheitum og birtir þau bara daginn sem þau voru skrifuð þannig að í staðinn fyrir að vera geðveikt dugleg að blogga á hverjum degi er ég bara orðin eitthvert viðundur sem skrifar 3 blogg á hálftíma...
(... sem ég nottlega var, en þú lesandi góður áttir ekkert að vita um... ;o)

Skilaði þessari elsku, skattskýrslunni í gær. Veit ekki hvað það er sem verður til þess að maður byrjar ekki á þessu fyrr en korter í helvíti, því ekki er þetta svo flókið. Allt heila klabbið forskráð, nema dönsk laun. S.s. ein tala til að pikka inn, og svo reyndar af því ég nýtti mér ekki "velja allt" hnappinn í einkabankanum, að þá mátti ég setja inn allt bankadótið líka...

...Jamm, stundum heldur maður að þetta gæti jafnvel verið satt, þetta með ljóskurnar ;o)

Á morgun er það svo íslenskir læknanemar í Köben út að borða. Hlaðborð á Ad Libitum, og áfengið líka á hlaðborði... Held að þeir viti ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig greyin, en þetta verður eflaust ágæt upplifun :o) Hef farið þangað einu sinni áður, þá með alþjóðafulltrúum á skátaþingi, og sem kandídat var ég bara róleg, kannski ekki mjög vænlegt til árangurs í kosningabaráttu að velta um í rauðvíni...

Úr hlaðborðinu skunda ég svo í afmælisveisluna áðurnefndu, og svo í mat til Líneyjar á laugardaginn þannig að eitthvað verður minna úr rólegu lærdómshelginni sem ég ætlaði mér að eiga, fullri af biokemi og skemmtilegheitum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home