laugardagur, desember 02, 2006

Og það er aftur komin helgi!

Átti alltaf eftir að segja frá þessu ágætis heimboði sem við skötuhjúin fengum föstudaginn í síðustu viku. Nicolai, franski gaurinn sem býr fyrir ofan okkur, var með "boð" tileinkað heimalandi sínu þar sem fram voru bornir hinir ýmsustu sérréttir þeirrar þjóðar. Þar kemur auðvitað fyrst í hugann rauðvín og ostar, og að sjálfsögðu var það í fyrirrúmi svo það var nú ekkert leiðinlegt að gæða sér á þessu öllu saman :o)

Annað sem lifir sterkt í ímynd franskra karlmanna er kvennaljóminn sem af þeim skín, og það vantaði nú ekki heldur neitt upp á það þarna. Fyrir utan Stefán var einn annar karlmaður, og svo einhver slatti af LJÓSHÆRÐUM dönskum stelpum. Við Stefán voru alveg sammála um og handviss á, að þær hafi allar einhvern tíman vermt lökin hérna á efri hæðinni, og bíða í röð eftir að fá að koma aftur... Við erum alla vega búin að rekast á nokkrar þeirra hérna, bæði fyrir og eftir ;o)

I gærkvöldi var svo jólahlaðborð hjá gamla bekknum mínum. Vorum bara 11 sem mættum en að sjálfsögðu var það úrvals liðið úr bekknum svo þetta var voða gaman. Frekar fyndin blanda af dönskum og sænskum jólamat, og nægt áfengi eins og mátti búast við. Ég er alla vega alveg hætt að hlusta á fólk sem segir að Íslendingar drekki illa, því að Danir eru sko ekkert betri!!!

Áfengið fór svo misvel í bekkjarfélaga mína, en það er nú ekkert á við það sem var í fyrra, þegar yngsta fljóðið í bekknum missti stjórn á öllum útgönguleiðum líkama síns...

læt þetta nægja í bili, bækurnar bíða!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home