sunnudagur, nóvember 26, 2006

...og svo er það bara lærdómur...

Jæja, þá er síðasta helgin í þessari 6 helga törn búin. Kl. er 14:19 og ég er bara heima hjá mér, verkefni helgarinnar búin, og ég "frjáls" til að gera það sem ég vil. Eða kannski meira það sem ég þarf ;o)

Vá samt hvað það er miklu þægilegra að vera bara heima, fá hina aðilana senda heima að dyrum og geta svo bara unnið í náttfötunum, eða alla vega næstum þvi. Morgunmatur þegar manni hentar en ekki til kl. hálf níu, það sem mann langar í í matinn, og svo framvegis! Það langbesta er samt að ég þurfti aldrei að fara út á flugvöll, og aldrei að bíða eftir neinu!!!!

Fór í jólatívolí í gær, borðaði danskan jólamat sem fast food, fékk fría aukaferð í himnaskipinu og keypti fjölskyldukort. (Bíð bara eftir því að hangikjöt og jafningur verði að skyndibita á Íslandi!!!!) Sá hins vegar að það er orðið of langt síðan ég hef verið að hamast í svona tívolítækjum því ég var bara drulluhrædd í fyrstu ferðinni, og þorði ekki einu sinni að æpa eða hlægja! Skánaði strax í annarri ferð, en common, það er ekki eins og þetta sé nú hræðilegasta tækið!!! Verð greinilega að fara að stunda þetta af meiri krafti ;o)

En anyway, keypti fjölskyldukortið, svo nú getum við tekið 4-5 gesti með okkur frítt. Eini gallinn að þetta er bara á mínu nafni svo ég verð ALLTAF að fara með!

Nú er það hins vegar bara lærdómur út í eitt. Búin að fylla ísskápinn af nestisvænum mat, stilla hugann á að flytja um þessa 300 metra upp á Panum og gera nokkurs konar áætlun um hvernig framhaldið verður lesið og lært.

Lag dagsins: Ichi Palms

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home