Héðan og þaðan
Það er strákur með mér í dönskutímum sem heitir Bignéf. Ekki skrifað alveg svona, en framburðurinn er þessi. Átti svoldið erfitt með mig í fyrstu tímunum, sérstaklega þar sem guttinn er með svoldið stórt nef!
Keypti nýtt dekk og nýja slöngu á hjólið mitt (tiger límið var ekki alveg að valda þessu ;o) Borgaði 350 kr fyrir hjólið, 285 fyrir dekkið og slönguna, reyndar með ásetningu, en hún var minnsti hlutinn! Þetta var nú samt alveg þess virði þar sem nú er ég 10 mín fljótari í skólann en áður! (sem er svoldið stórt hlutfall af 10 mín ;o)
Það eru brjálaðar sprengjur hérna úti. Vona að það séu afgangar frá áramótunum en ekki Al Qaeida. Og fyrir ykkur sem eruð með áhyggjur, þá fer ég nánast aldrei neitt með lestum, bara allt á góða hjólinu mínu :o)
Frá og með morgundeginum bý ég ein í íbúðinni minni. Það verður sko heldur betur ljúft! Verður að viðurkennast að ég var orðin svoldið þreytt á næstum því fyrrverandi leigjendum mínum :þ 12 mars flytur svo hún Anna Kristín til mín og sýnist mér á öllu að það verði bara hin besta sambúð!
Á fimmtudaginn fer ég til Holbæk (á bíl!!!) til að hitta patientinn minn. Við hann á ég að tala í 12-16 tíma, í 4 hrinum. Það fara 12 tímar í ferðalögin fram og til baka.
Komið gott í bili
Knús og góða nótt
Fríður
Keypti nýtt dekk og nýja slöngu á hjólið mitt (tiger límið var ekki alveg að valda þessu ;o) Borgaði 350 kr fyrir hjólið, 285 fyrir dekkið og slönguna, reyndar með ásetningu, en hún var minnsti hlutinn! Þetta var nú samt alveg þess virði þar sem nú er ég 10 mín fljótari í skólann en áður! (sem er svoldið stórt hlutfall af 10 mín ;o)
Það eru brjálaðar sprengjur hérna úti. Vona að það séu afgangar frá áramótunum en ekki Al Qaeida. Og fyrir ykkur sem eruð með áhyggjur, þá fer ég nánast aldrei neitt með lestum, bara allt á góða hjólinu mínu :o)
Frá og með morgundeginum bý ég ein í íbúðinni minni. Það verður sko heldur betur ljúft! Verður að viðurkennast að ég var orðin svoldið þreytt á næstum því fyrrverandi leigjendum mínum :þ 12 mars flytur svo hún Anna Kristín til mín og sýnist mér á öllu að það verði bara hin besta sambúð!
Á fimmtudaginn fer ég til Holbæk (á bíl!!!) til að hitta patientinn minn. Við hann á ég að tala í 12-16 tíma, í 4 hrinum. Það fara 12 tímar í ferðalögin fram og til baka.
Komið gott í bili
Knús og góða nótt
Fríður
2 Comments:
Gott ad vita ad tad verdur nog plass fyrir mig tegar eg kem og jogurtin min verur ekki drukkin;)
...Hlakka til!
hehe
jamm øeg lika. Hvenær kemuru annars? eda réttara sagt, hversu oft?
Skrifa ummæli
<< Home