þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Svörin komin!

Ég er loksins búin að svara um alla sem skráðu nafnið sitt í commentin :o) Betra er seint en aldrei!!!

Hér í Köben er mesta snjókoma í áraraðir. Það var reyndar búið að fullyrða það við mig. að það væri aldrei snjór í Köben, hann leystist upp í gráa myglu áður en hann lenti, en það hefur sko heldur betur afsannast!!! Hér er sko meiri snjór en ég hef séð í áraraðir heima á Íslandi, og búið að vera lengi. Ég er alla vega farin að hugsa ansi sterkt til hjálmsins míns niðri í kjallara í Ártúninu, svona á meðan ég skvettist um göturnar á hjólinu mínu.

En dagurinn í hnotskurn var alla vega sá að ég hjólaði í skólann í geðveikri snjókomu, bara alveg eins og að vera á Íslandi nema þá hefði maður verið í bíl en ekki á hjóli ;o)
Hjólaði svo heim í grenjandi rigningu svo snjórinn verður líklega farinn eftir nokkra daga, en þetta þýddi alla vega að ég var rennandi blaut þegar ég kom heim. Það var dejligt.

Keypti líka bók með 50% afslætti, og fékk í kaupbæti allar skýrslur ársins ásamt verkefnabókum og fleiru. Góð kaup það ! :o)

adios

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home