fimmtudagur, október 06, 2005

Afi á afmæli í dag

Hann afi á afmæli í dag. Ég geri reyndar ekki ráð fyrir að hann lesi þetta, en alla vega, til hamingju með afmælið :o) Hringi í hann seinna í dag svo hann fái örugglega kveðjuna!

Ég er reyndar að þykjast vera að læra lífeðlisfræði. Er samt búin að læra þetta áður þannig að þetta er meira upprifjun svo þetta ætti ekki að vera svo slæmt en er samt engan veginn að nenna þessu. Hlusta bara á Robbie Williams í staðinn og blogga pínu ;o)


Ákvað samt að segja ykkur aðeins frá bekknum mínum, Hold 101. Við erum ca 24 í bekknum, og ég er 3. yngst!!!! Hefði átt að hafa meiri áhyggjur af því að vera gamalmennið í hópnum!!! ;)

En hérna kemur skarinn:
*Zohreh Abbariki: 27 ára hjúkrunarkona. Kemur frá Írak, er gift íröskum lækni og á 6 ára son
*Sirvan Akrawi: 28 ára verkfræðingur. Kemur líka frá Írak en hefur búið í Svíþjóð síðan hann var 11 ára. Hann á mjög afbrýðisama kærustu sem kom sér frekar illa á meðan hann bjó með okkur þremur stelpunum á Holsteinsgötunni ;o)
*Emmanuel Erich Bernard: 32 ára fransk/danskur bóhem af lífi og sál. Er búinn að vera að dútla sér við að taka stúdentspróf undanfarin 6-8 ár, og ákvað svo að sækja um í læknisfræði. Mjög sérstakur náungi.
*Niels Essemann: 43 ára flugmaður. Giftur og á tvö börn.
*Signe Filskov: 27/8 ára hermaður. Ný skilin við manninn/kærastann.
*Þóra Gerður Guðrúnardóttir: 32 ára tónlistarfræðingur. Kemur frá Íslandi, er lesbísk og tiltölulega nýhætt með kærustunni sinni.
*Margharet Lilli Yt Da Campo Hansen: 26 ára ítölsk/dönsk. Byrjaði í fyrra en er komin aftur og ætlar að taka þetta með trukki í þetta skiptið. Býr í Roskilde með kærastanum sínum og eyðir miklum tíma í ferðalög þar á milli.
*Leik-Endre Hoflandsdal: Dularfulli náunginn í bekknum. Hefur mætti tvisvar. Er held ég frá Noregi.
*Eva-Christina Höjgaard-Hansen: 21 árs, kemur frá Jótlandi og hefur notað tímann síðan hún útskrifaðist til að ferðast. Ein af þeim sem ég er mest með hérna.
*Kanchana Shanmogasundaram Jensen: Rúmlega þrítug, kemur frá Malasíu en er gift Dana og á með honum tvö börn. Bjó í Bandaríkjunum í nokkur ár og er búin með einhverja gráðu í annað hvort líffræði eða efnafræði minnir mig. Er í ca 2 tíma á leiðinni í skólann á hverjum degi, og svo annað eins til baka!
*Lise Vestergaard Jespersen: Rétt um þrítugt, Bandarísk en af dönskum ættum og gift Dana. Er nuddari að mennt.
*Kasper Lorenz Johanssen: 30 ára, búin með einhverja gráðu en man ekki í hverju. Býr með kærustunni sinni og 4-5 ára gamalli dóttur hennar. Segir mér á hverjum degi að danskan mín sé alltaf að verða betri og betri, og enskuhlutfallið minna ;o)
*Ann-Sofie Viktoria Johansson: 26 ára sænskur líffræðingur með stærðfræði sem aukagrein. Menntuð í USA. Er single en lifir mjög fjörugu ástarlífi, ætti að vita það því hún bjó hjá mér síðasta mánuðinn ;o) Eyði miklum tima með henni ásamt Evu og nokkrum fleirum.
*Flemming Karlsen: 29 ára, veit ekki alveg hvað hann hefur verið að gera hingað til, en virðist hafa átt mikið af kærustum, alla vega eru þær margar fyrrverandi í sögunum hans. Mjög sjálföruggur/ánægður en fyndinn karakter með undarlegasta ritstíl sem ég hef nokkurn tímann lesið!
*Morten Ladekarl: 27 ára einhleypur íþróttafræðingur. Mjög fínn náungi en rosalega hlédrægur.
*Maria Rupali Larsen: Veit bara ekkert hver þetta er!
*Tobias Larsson: 28 ára Svíi. Býr rétt fyrir utan Malmö og kemur með lest á hverjum degi.
*Anne Sofie Laursen: 28 ára. Með einhverja gráðu, man samt ekki hvaða. Á Þýskan kærasta og eyðir miklum tíma og peningum í ferðalög til Þýskalands.
*Anna-Louise Bondgaard Pedersen: Barnið í hópnum. Átti afmæli um daginn og varð 20 ára! Sú eina sem kemur beint úr framhaldsskóla. Á ríka foreldra og ætlar sér að njóta námsáranna sem verða fleiri en 6 samkv. hennar plani.
*Mikkel Pedersbæk: Rúmlega 30 ára. Er einhvers konar tölvunörd, giftur og á rúmlega árs gamla dóttur.
*Carsten Gordon Plum: 38 ára arkitekt. Gengur undir nafninu "Mormor" í bekknum. Er í liði með Kasper í dönskukennslunni :o)
*Farzaneh Shakouri: Er einhvers staðar á bilinu 40-45 ára gömul. Ljósmóðir frá Írak og er enn í 80% starfi. Hefur búið í Danmörku í yfir 20 ár, átti danskan mann, er skilinn við hann en á tvær dætur.
*Fríður Finna Sigurðardóttir: 25 ára, íslenskur fyrrverandi sjúkraþjálfunarnemi. Á kærasta á Íslandi, kemur til með að eyða miklum peningum í ferðalög og símareikninga :o)
*Kelly Vainio: 34 ára bandarískur viðskiptafræðingur af dönskum ættum. Á danskan mann. Er mikið með þessari líka.
*Mikkel Berthel Vinding: Ca 30 ára hermaður. Sérstakur náungi, en á allt annan hátt en Emmanuel þó.
*Hans Henrik: Ca þrítugur. Segir ekki mikið og mætir sjaldan.

Jæja, þetta er bekkurinn minn.Undarlegt en skemmtilegt samansafn úr öllum áttum :o)

Farin í lífeðlisfræðina :o/

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En merkilegur hópur! Mér finnst mjög sérstakt hvað það eru margir "gamlir" þarna.

06 október, 2005 22:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég sem er næstum alltaf elst í mínum hópi, væri það sko ekki í þínum bekk. Greinilega mun alþjóðlegra safn í Köben heldur en í Álaborg, hér eru eiginlega bara danir og svo nokkrir íslendingar á stangli ;)
Knús, Hanna

06 október, 2005 23:08  
Blogger Fríður Finna said...

Jamm, þeir söfnuðu öllu "gamla fólkinu" þarna á einn stað ;o) og af einhverjum ástæðum eru alveg svakalega margir útlendingar í hópnum. Það eru samt mjög margir svíar yfirhöfuð (1 af hverjum 4 læknanemum í dk er svíi!!!) og svo alveg fullt af Írönum og pakistönum í læknanáminu hérna líka.

07 október, 2005 01:05  

Skrifa ummæli

<< Home