miðvikudagur, október 05, 2005

Eggjaklukkur í Tiger

Var niðri á Norreport áðan og ákvað að hlaupa inn í Tiger og athuga hvort ég fyndi sæta blómapotta. Var að reyna að troðast þarna í gegn en varð stop í einhverri beygjunni því það var gamall maður að bogra eitthvað niður á borðið fyrir framan sig. Ég, nottlega kurteis skáti, beið bara róleg fyrir aftan manninn en sá þá um leið hvað hann var að gera. Nefnilega trekkja upp allar eggjaklukkurnar í búðinni!!! Spurning um að upplifa prakkarann í sér á gamals aldri!

Yfir og út

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú er bara að drífa sig hérna yfir til Álaborgar. Gestaherbergið er klárt.

06 október, 2005 10:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá að þú ert komin með síðu skvíz! Getur maður fylgst almennilega með öllum ljóshærðu skátaævintýrunum :D
-við ættum öll að taka okkur þennan mann okkur til fyrirmyndar ;)

06 október, 2005 12:02  
Blogger Fríður Finna said...

Ekki spurning, Álaborg er á planinu :)

06 október, 2005 14:06  
Blogger Fríður Finna said...

og ljóshærðu skátaævintýrin láta sko ekki standa á sér, þarf bara að vinna í því að koma þeim hingað inn :P

07 október, 2005 01:07  

Skrifa ummæli

<< Home