Helgin búin og síðustu húsgögnin komin í hús, alla vega í bili :o)
Jæja, þá er helgin búin.
Þetta er annars búið að vera ansi viðburðarrík helgi, stelpurnar (Madelene og Ann Sophie sem ég er búin að búa með síðasta mánuðinn) fengu íbúðina sína afhenta og fluttu út á laugardaginn svo nú erum við orðin 3 hérna á Holsteinsgötunni. Á laugardaginn fór ég á tónleika með Nínu vinkonu. Vissi ekkert á hvað við vorum að fara, bara að einhver vinur hennar úr skátunum var að fara að syngja. Hún vissi nú ekkert meira, en við komumst sem sagt að því að verið var að flytja píslasögu krists! Smá páskafílingur í þessu en bara gaman að því. Helsti gallinn var samt sá að það hellirigndi svo við vorum blautar inn að beini þegar við loksins komumst á tónleikana, og svo var það bara spurning hvort var kaldara, að vera í öllum blautu fötunum, eða að vera á hlírabol í kirkjunni ;)
Eftir tónleikana fórum við í mat heim til Nínu, Bessie roommate-inn hennar eldaði, og svo fór ég og hitti Davide (þennan ítalska) seinna um kvöldið. Hafði það af að fara í fyrsta skipti út að skemmta mér hérna í Kaupmannahöfn (já, í alvöru!!!) því hingað til hafa öll partý og skemmtanahöld farið fram í lokuðum heimahúsum eða festlokölum, eða þá á stúdentabarnum á Panum.
Þegar við dröttuðumst á fætur á sunnudeginum á Holsteinsgötunni þá var gert langþráð átak í þrifum! Loksins eru öll nauðsynleg áhöld til staðar, (vantar bara ryksugu og þá verður þetta fullkomið :o) og stelpurnar farnar þannig að það meikaði sens að fara að gera eitthvert átak í að koma öllu fyrir hérna. Þannig að, nú er íbúðin glampandi fín, hlutirnir að verða komnir á sinn stað, og meira að segja komin húsgögn!!!
Þ.e.a.s. fleiri en bara gamla rúmið sem stóð hérna þegar ég kom, svefnsófinn úr Rúmfatalagernum og svo fína eldhúsborðið mitt með 4 stólum sem kostuðu saman 750 krónur danskar! Og án spaugs, þetta er mjög fínt eldhúsborð, jafnast næstum á við fína borðið mitt á Nönnugötunni :o(
En alla vega, ég fékk s.s. sendar 2 skóhillur, náttborð og stóra hillu úr Rúmfatalagernum í gær. Á miðvikudaginn í síðustu viku burðaðist ég svo með 30 kg sjónvarpsborð úr Ikea sem þjónar tvöföldum tilgangi, þar af hvorugur að vera sjónvarpsborð, alla leið ofan úr Gentofte (með góðri hjálp frá Michi sem betur fer!!!) Alveg blússandi hamingja yfir þessu öllu saman :o)
Er samt með marblett innan í hægri hendi eftir allt skrúfið í gær, og svoldið vont að halda á pennanum í skólanum í dag!
Rúmfatalagerinn rúlar!
Þetta er annars búið að vera ansi viðburðarrík helgi, stelpurnar (Madelene og Ann Sophie sem ég er búin að búa með síðasta mánuðinn) fengu íbúðina sína afhenta og fluttu út á laugardaginn svo nú erum við orðin 3 hérna á Holsteinsgötunni. Á laugardaginn fór ég á tónleika með Nínu vinkonu. Vissi ekkert á hvað við vorum að fara, bara að einhver vinur hennar úr skátunum var að fara að syngja. Hún vissi nú ekkert meira, en við komumst sem sagt að því að verið var að flytja píslasögu krists! Smá páskafílingur í þessu en bara gaman að því. Helsti gallinn var samt sá að það hellirigndi svo við vorum blautar inn að beini þegar við loksins komumst á tónleikana, og svo var það bara spurning hvort var kaldara, að vera í öllum blautu fötunum, eða að vera á hlírabol í kirkjunni ;)
Eftir tónleikana fórum við í mat heim til Nínu, Bessie roommate-inn hennar eldaði, og svo fór ég og hitti Davide (þennan ítalska) seinna um kvöldið. Hafði það af að fara í fyrsta skipti út að skemmta mér hérna í Kaupmannahöfn (já, í alvöru!!!) því hingað til hafa öll partý og skemmtanahöld farið fram í lokuðum heimahúsum eða festlokölum, eða þá á stúdentabarnum á Panum.
Þegar við dröttuðumst á fætur á sunnudeginum á Holsteinsgötunni þá var gert langþráð átak í þrifum! Loksins eru öll nauðsynleg áhöld til staðar, (vantar bara ryksugu og þá verður þetta fullkomið :o) og stelpurnar farnar þannig að það meikaði sens að fara að gera eitthvert átak í að koma öllu fyrir hérna. Þannig að, nú er íbúðin glampandi fín, hlutirnir að verða komnir á sinn stað, og meira að segja komin húsgögn!!!
Þ.e.a.s. fleiri en bara gamla rúmið sem stóð hérna þegar ég kom, svefnsófinn úr Rúmfatalagernum og svo fína eldhúsborðið mitt með 4 stólum sem kostuðu saman 750 krónur danskar! Og án spaugs, þetta er mjög fínt eldhúsborð, jafnast næstum á við fína borðið mitt á Nönnugötunni :o(
En alla vega, ég fékk s.s. sendar 2 skóhillur, náttborð og stóra hillu úr Rúmfatalagernum í gær. Á miðvikudaginn í síðustu viku burðaðist ég svo með 30 kg sjónvarpsborð úr Ikea sem þjónar tvöföldum tilgangi, þar af hvorugur að vera sjónvarpsborð, alla leið ofan úr Gentofte (með góðri hjálp frá Michi sem betur fer!!!) Alveg blússandi hamingja yfir þessu öllu saman :o)
Er samt með marblett innan í hægri hendi eftir allt skrúfið í gær, og svoldið vont að halda á pennanum í skólanum í dag!
Rúmfatalagerinn rúlar!
2 Comments:
Hæ hæ til hamingju með síðuna krúslan mín!!! Gaman að heyra í þér, þú verður að setja myndir fyrir okkur. Ætla snúa mér aftur að lærdómnum. Hlakka til að koma til þín í nóv :->
Hlakka til að fá þig hingað!!! :o)
Farin að kanna bestu áfangastaðina, hvort heldur verður dags eða nætur ...
Spurning um að endurtaka Londonævintýrin hérna ;o)
Skrifa ummæli
<< Home