laugardagur, október 08, 2005

Laugardagur til lukku

Well, kominn enn nýr laugardagur. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna, ég verð komin heim í jólafrí áður en ég veit af, og út aftur!

Þar sem það er laugardagur í dag, þá þýðir það að það var föstudagur í gær. Og það sem meira er, fyrsti föstudagur í mánuðinum sem er "fredagsbar" í stúdentaklúbbnum hérna. Þá byrja þeir að selja bjór kl 11:00 um morguninn og halda áfram til alla vega miðnættis. Þetta er allt saman rekið sem "non-profit" svo bjórinn er ódýr, en því miður hefur það lítið að segja fyrir mig! Þetta er eins og að fara í vísindaferðir, alltaf bara bjór sem er í boði :( Þetta er hins vegar hið ágætasta tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og mjög gaman þarna (hef reyndar ekki verið nema 2 fyrstu föstudaga í mánuði hérna svo það er ekki komin mikil reynsla reyndar ;o)

En alla vega, það var líka Íslendinga-gathering í gærkvöldi, þ.e. íslensku nemarnir á Panum hittust í mat og svo djamm á eftir. Fórum á einhvern tyrkneskan stað á Vesterbro og svo á einhvern snobb-skemmistað. Það var mjög gaman en það var eingöngu félagsskapnum að þakka, ekki af því að það væri svo skemmtilegur þessi staður! Frekar fyndið að fylgjast með þessu liði þarna inni, geðveikt ánægt með að vera komið inn á þennan "inn" stað, að reyna að dansa við ömurlegustu tónlist sem ég hef bara heyrt! Þ.e.a.s sem danstónlist, reynið að dansa við blöndu af þungarokki, djass og country, allt í sama laginu!!! Efast um að það gangi vel, gjörsvovel!! En af því blessað fólkið var komið inn, og þetta var líka svo flottur staður ;o) þá var nottlega ekki annað í myndinni nema að það væri að skemmta sér vel, þó það stæði eiginlega kjurrt á dansgólfinu því það vissi ekki hvernig átti að dansa þarna ;o) Þrátt fyrir að prógrammið á hverfisbarnum dekki bara 40 mínútur þá verð ég nú að segja að ég myndi frekar vilja vera þar heldur en þetta!

Vorum reyndar komin svo snemma að við fengum þetta fína setpláss og gátum bara verið þar :)
Fyndið samt hvað þetta er lítill heimur. Í þessum ca 30 manna hópi var meðal annars stelpa frá Sigló sem var í skóla heima, og seinna meir í sama skóla og Kusa systir í Noregi! Svo var önnur stelpa sem ég er eiginlega nokkuð viss um að ég hafi leikið við þegar ég var yngri. Náði reyndar ekki að tala við hana, en hlýt að fá fleiri tækifæri til þess ;o) Að lokum var svo stelpa sem er eiginkona Ladda Seguls sem var með mér á Gilwell! (Þið skátar skiljið þetta :o)Við ákváðum að við yrðum einhvern tímann að hittast með Ladda líka, verður gaman að sjá gripinn því það er orðið ansi langt síðan ég sá hann síðast! Og svo voru auðvitað fyrsta árs stelpurnar sem ég var samt búin að hitta allar áður.

Fór síðan aðeins niður í bæ með Ann-Sofie, sænsku stelpunni sem bjó hérna um tíma, og enduðum á McDonalds áður en við fórum heim, the perfect ending of course ;o)

Þetta útstáelsi hafði samt þær afleiðingar að ég vaknaði ekki fyrr en um 3 í dag, hef bara ekki sofið svona lengi síðan ég var unglingur að koma heim úr skátaferð eða eitthvað! Er samt búin að gera alsherjar "hreingerningu" í dag, og næ smá kemi í kvöld líka :o)

Er farin að horfa á fréttirnar á Rúv, ótrúlega þægilegt að geta bara horft á þetta á netinu!

Reyni að setja inn myndir fljótlega, þarf bara að finna út úr því hvernig á að gera það fyrst ;o)

Knús og kossar

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fríður mín, þú verður nú að fara að læra að drekka bjór, tala ekki um fyrst þú ert flutt í danaveldi.

09 október, 2005 21:41  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, danirnir sem ég bjó með þegar ég var 17 sögðu, dausuppgefnir eftir að hafa reynt að "kenna mér" að drekka bjór, að fyrst ég væri ekki farin að drekka bjór þá, þá myndi ég líklegast bara aldrei læra að drekka bjór. Hefur staðist alla vega hingað til ;o)

10 október, 2005 13:13  

Skrifa ummæli

<< Home