þriðjudagur, september 18, 2007

"Vöknuðum" upp við blá ljós og læti hérna um 23-23:30 leytið í gær. Gatan full af slökkviliðsbílum, og auðvitað áhorfendum ;o) Komumst svo að því í morgun að einhver fanginn nágranni okkar hafði ekki verið sáttur með arkitekturinn á herberginu sínu, sérstaklega ekki á textílnum, svo hann kveikti bara í öllu heila klabbinu.

Því miður er þessi fangi ekki staðsettur í Blegdamsvejfangelsinu, enda skilst mér að hann hefði þá meiri áhuga á Stefáni en mér anyway...



Vissuð þið samt að í Danmörku er hraðbönkum lokað á nóttunni? Ef þú getur ekki náð í þinn pening á venjulegum dagvinnutíma, þá hefurðu bara ekkert við svoleiðis að gera vinurinn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home