Skattkort
Í dag fórum við Borgný og gerðum það sem við höfum lengi ætlað að gera. Við fórum á skattstofuna til að ná í skattkortin okkar.
Skattstofa þessi liggur í þeim hluta Kaupmannahafnar sem liggur upp að síkinu út á Amager, ásamt bílasölum og tölvufyrirtækjum, og tók það okkur um 45 mín að komast þangað á hjólunum, með smá útúrdúrum og skiltalestri.
Þegar við erum að hjóla inn á planið fyrir framan skattstjórann, kl. korter yfir 3, segi ég við Borgnýju.
"Geðveikt væri það nú fyndið ef það væri lokað!"
Og það var alveg geðveikt fyndið og mér tókst að lengja líf mitt um nokkrar mínútur með hláturskastinu sem ég fékk þegar við komumst ekki inn um sjálfvirku dyrnar og lásum opnunartímann á hurðinni
Mánudagar - Miðvikudagar: 08:00-15:00
Hvaða opinbera skrifstofa lokar kl. 15:00 4 virka daga í viku?!?!?!?!?! (Lokar sko líka á föstudögum)
Magnað helvíti svo ég blóti hérna opinberlega!
En við fengum alla vega þessa góðu hreyfingu og smá lit á axlirnar við þetta, og vitum hvert við eigum að fara næst ;o)
Eyddi annars einum og hálfum tíma á símafundi í kvöld, til að skipuleggja fundinn í Króatíu sem ég kemst ekki á af því ég verð í prófum!!!!!! Gæti farið að grenja. Króatía er eitt það landa sem ég hef hvað lengst verið með á stefnuskránni að koma til, og nú kemur tækifærið. Ókeypis ferð og ég verð að vera heima að læra undir próf!!!! Og næsti fundur verður líklega haldinn í Þýskalandi eða Belgíu aftur, og fundurinn þar á eftir hér í Köben!! Þannig að það er víst lítið um spennandi ferðalög á næstunni, alla vega engin ný lönd :o/
Er nú samt að fara til Noregs eftir 12 daga svo það bætir aðeins úr :o)
Skattstofa þessi liggur í þeim hluta Kaupmannahafnar sem liggur upp að síkinu út á Amager, ásamt bílasölum og tölvufyrirtækjum, og tók það okkur um 45 mín að komast þangað á hjólunum, með smá útúrdúrum og skiltalestri.
Þegar við erum að hjóla inn á planið fyrir framan skattstjórann, kl. korter yfir 3, segi ég við Borgnýju.
"Geðveikt væri það nú fyndið ef það væri lokað!"
Og það var alveg geðveikt fyndið og mér tókst að lengja líf mitt um nokkrar mínútur með hláturskastinu sem ég fékk þegar við komumst ekki inn um sjálfvirku dyrnar og lásum opnunartímann á hurðinni
Mánudagar - Miðvikudagar: 08:00-15:00
Hvaða opinbera skrifstofa lokar kl. 15:00 4 virka daga í viku?!?!?!?!?! (Lokar sko líka á föstudögum)
Magnað helvíti svo ég blóti hérna opinberlega!
En við fengum alla vega þessa góðu hreyfingu og smá lit á axlirnar við þetta, og vitum hvert við eigum að fara næst ;o)
Eyddi annars einum og hálfum tíma á símafundi í kvöld, til að skipuleggja fundinn í Króatíu sem ég kemst ekki á af því ég verð í prófum!!!!!! Gæti farið að grenja. Króatía er eitt það landa sem ég hef hvað lengst verið með á stefnuskránni að koma til, og nú kemur tækifærið. Ókeypis ferð og ég verð að vera heima að læra undir próf!!!! Og næsti fundur verður líklega haldinn í Þýskalandi eða Belgíu aftur, og fundurinn þar á eftir hér í Köben!! Þannig að það er víst lítið um spennandi ferðalög á næstunni, alla vega engin ný lönd :o/
Er nú samt að fara til Noregs eftir 12 daga svo það bætir aðeins úr :o)
3 Comments:
Ójá þetta er svo danskt við erum sko alveg búin að koma að lokuðum dyrum hjá Kommuninni, skattinum og fleirum.
Sjáumst vonandi fljótlega
Knús frá Áló
Já, dæmigert fyrir Danmörku - og reyndar fleiri lönd ef út í það er farið. Ég get sagt þetta þar sem ég er ein af þeim en... þú veist hvað sagt er um opinbera starfsmenn... nenna ekkert að vinna, mæta seint og fara snemma - hmm... af hverju skyldi ég ekki kannast við það í minni vinnu? :-S
Hvernig er það annars með þig stelpa, ertu að drukkna í próflestri 17.-18. maí? Kem til Köben með kvöldvélinni þann 17. og á einhvern lausan tíma framan af þeim 18. áður en ég þarf að mæta á fundinn. Var að spá hvort ég næði eitthvað að gefa þér afmælisknúsið í eigin persónu eða hvort það þyrfti að bíða fram í júní...??? :)
Reyndar er ekki alveg útséð með það hvar ég gisti þessa fyrstu nótt í Köben, kannski enda ég í hinum enda borgarinnar eða eitthvað.
Knús,
Hulda
ætla sko að vera pottþétt á því að tékka af opnunartíma áður en ég fer í fleiri svona leiðangra ;o) Héldum samt að við værum alveg öruggar því við vorum svo snemma á ferðinni!!!
EN ég missi sko ekki af afmælisknúsi, svo þú lætur mig bara vita hvar þú verður Hulda :o)
Skrifa ummæli
<< Home