fimmtudagur, maí 11, 2006

Litli frændi minn á afmæli í dag

Hann er reyndar ekkert svo lítill lengur. Hann er orðinn 20 ára gamall!!!
Hann Gunnar Karl sem ég man eftir þegar ég var að skipta á honum á stofugólfinu heima hjá ömmu og afa (undir vökulu auga foreldranna þó ;o) og ég passaði í mörg mörg ár. Til hamingju með daginn kallinn minn, og ég vona að þú hafir átt skemmtilegan afmælisdag!!!

Er annars á leiðinni til Köge, á næturvakt. Þegar maður fer til Köge fær maður 2 tíma aukalega borgaða því það er svo langt þangað (eins gott að stelpan á vaktbureauinu minnti á það, annars hefði ég gleymt að setja það inn á launaseðilinn!!!) og auk þess var ég beðin um að koma fyrr svo ég mæti kl 8 og fæ 3 tíma í yfirvinnu. Þetta gera +5 tímar, og plús 6 tímarnir þegar ég fór til Hilleröd fækka skylduvöktunum mínum um vel rúmlega eina vakt :o) Og auk þess verður alveg svaka gaman að fá útborgað ...

Farin til Köge!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home