mánudagur, apríl 17, 2006

´Hjólasögur!

Fylgdi Kusu á flugvöllinn áðan. Það var sorglegt, en bætir samt svoldið úr að það eru ekki nema 1 mánuður og 3 dagar þangað til við sjáumst aftur :o)

Fór á Nordhavn stöðina á leiðinni heim og gerði við hjólið mitt. Vingjarnlegur dani kom og bauð mér aðstoð við lagfæringarnar en ég afþakkaði því þetta var svo sem ekkert sem ég hafði ekki gert áður og engin ástæða að hann yrði allur svartur á höndunum líka! Vildi samt taka þetta fram í framhaldi af umræðunni um "dónalegu" danina :þ

Kláraði að gera við hjólið og lagði af stað heim. Náði að hjóla 20 metra áður en það fór í klessu aftur og er nú að spá í að klippa bara á gírana og sjá hvað verður. Það getur alla vega ekki orðið gagnslausara en það er núna!!! Þetta varð hins vegar til þess að ég þurfti að taka extra tíma til að þrífa mig heima og var þess vegna orðin of sein að hitta tvö bekkjarsystkin mín í verkefnavinnu uppi í skóla. Kom út aftur í hellirigningu og fattaði að ég hafði gleymt símanum mínum. Ákvað að hlaupa aftur upp og hringja til að láta þau vita en komst þá að því að því hafði verið aflýst. Það var gott að ég hringdi því það hefði ekki verið gott fyrir geðheilsu mína að labba í hálftíma í grenjandi rigningu til þess eins að fara aftur til baka!!! ;o)

Þarf hins vegar núna að gera smá könnun á því hvað eru bestu hjólin og skella mér svo á eitt slíkt. Ef einhver er með tillögur þá er allt vel þegið!

Yfir og út!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ,
Ég get mælt með Trek, það hefur reynst mér vel á ferðum mínum í og úr skóla hér í vesturbænum.
Kveðja,
Gunnar bróðir.

18 apríl, 2006 01:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg atti, eda a, lika trek, gamla goda:) Reyndist mer alltaf vel. Eg sa samt ekki mikid af trek hjolum tarna i danmørku og svo myndu teir øtugglega bara stela tvi, "ligeglødu" danirnir:P Fyrir utan ad eg ehdl teir seu meira i ad framleida svona fjallahjol heldur en "fruarhjol" med kørfu eins og tu vilt:)
En ja, fluvallakvedjur geta nualtaf verid pinu sad svona, en eg er litid hætt ad spa i tvi tar sem tad er alltaf svo stutt tangad til ad madur ser folid sem madur er ad kvedja aftur:) Yfirleitt, verdur kannksi ekki svo stutt næst tegar vid kvedjumst...hmmm.
En eg komst til Flekke heilu og høldnu fyrir minætti i gær. La samt andvaka i alla nott. Kannski tvi tad var engni stora systir vid hlidna a manni....?

18 apríl, 2006 11:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja, eg hefdi kannski att ad lesa tetta yfir og leidretta pinu adur en eg postadi....En tetta skilst vonandi:)

18 apríl, 2006 11:35  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, ég saknaði þín líka í nótt!!! :o/

En það er rétt hjá Kusu, Trek hef ég ekki séð hérna á götunum, og ekki heldur Mongoose sem hefur reynst mér vel í brekkunum heim ;o)

Er samt að leita að svona kellingarhjóli með körfu helst bæði að framan og aftan, og 3 gírar eru eigingla meira en nóg þar sem ekki er brekkunum fyrir að fara hérna ;o)

18 apríl, 2006 14:30  

Skrifa ummæli

<< Home