föstudagur, apríl 21, 2006

já, þú ert komin aftur!

S - frh: Þú ert búin að vera lengi í burtu.
F: Nei, þetta tók nú ekki svo langan tíma er það?
S: Ja, það eru alla vega nokkrir mánuðir síðan ég sá þig síðast.
F: Neiii..., það getur nú ekki verið alveg svo langt síðan er það?
S: Ja, þetta var alla vega þó nokkuð ferðalag sem þú fórt, var það ekki? Þú varst í annarri heimsálfu var það ekki?

Einhvern vegin svona hljómaði samtal sem ég átti um hálf tólf leytið í gær við sjúklinginn sem ég sat yfir í nótt. Ég hafði hitt hann í fyrsta skipti kl. 11:00 og þetta umrædda "ferðalag" mitt hafði verið fram að drykkjarborðinu þar sem ég hafði sótt drykki handa okkur báðum. S.s. ca 3 mín!

Var sem sagt á vakt á neurologískri deild, fyrir sjúklinga sem meðal annars hafa fengið heilablóðföll eða -blæðingar. Eru held ég erfiðustu vaktirnar sem ég tek því það er yfirleitt ekki hægt að rökræða við þessa sjúklinga eða gera ráð fyrir neinu þegar maður kemur. Hver sjúklingur er algerlega nýr og óþekktur, og ekki hægt að gera ráð fyrir almennum umgengnis og siðareglum!

En ég er að koma heim á morgun!!! :o)
Verð í 10 daga og ætla að nota dagana í að lesa en kvöldin og helgarnar til að "hitta fólk" þannig að ef þú ert ein/einn af þeim sem ég á að hitta, endilega bjallaðu í íslenska númerið mitt :o)

Keypti líka nýtt hjól í gær. Afmælisgjöf frá Stefáni svo núna minnist ég hans í hvert skipti sem ég fer út úr húsi ;o) Og nú svíf ég um, upprétt á kremlituðu kellingarhjóli, með bros á vör og dótið mitt í körfunni framan á. ( ég valdi hjólið sjálf sko, bara til að fá það á hreint ;o) Hefði samt ALDREI látið mér detta í hug að kaupa svona hjól heima á Íslandi en svona er maður háður almenningsálitinu og tískustraumum! Það verður samt að viðurkennast að það er mun þægilegra að vera á svona hjóli þegar maður þarf ekki að böðlast upp brekkur, tala nú ekki um þegar maður er alltaf með níðþunga töskuna á bakinu

Keypti tollinn minn í Nettó áðan svo núna ætla ég að fara að pakka honum ásamt öllu hinu sem á að fara heim niður í tösku. Það eru 20 tímar þangað til ég verð lent í Keflavík :o)

Adios!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar spennandi. Þú getur bullað allskonar í þessu fólki. Sagst hafa skroppið til Kína til að hitta leynilegan elskhuga og eitthvað þar fram eftir götunum. Myndi örugglega létta daginn hjá þeim að fá að heyra svona krassandi sögur. :D
Anna Ey

21 apríl, 2006 22:21  
Blogger Jón Grétar said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

26 apríl, 2006 14:57  
Blogger Jón Grétar said...

Nú verður þú að fá þér kjól í stíl við hjóli, fylla hjólakörfuna af blómum og söngla skátalög alla daga þegar þú þeysist um stræti stórborgarinnar!

26 apríl, 2006 14:59  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, ertu farin að sakna mín Líney?

Mér líst samt vel á þetta með kjólin og blómið JG, veit samt ekki hvort ég að að vera að gera dönunum það að vera að söngla eitthvað!!! ;o)

Þú minntir mig hins vegar á það að ég var búin að lofa að taka mynd af mér í skátabúning og senda! Takk fyrir það! :o)

Ps.s Ég held að ég hafi verið gerð að heiðursfélaga í viskíklúbbnum um síðustu helgi. Alla vega var ég eina edrú manneskjan þarna svo ég ætti að muna það best <;o)

27 apríl, 2006 13:10  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, ertu farin að sakna mín Líney?

Mér líst samt vel á þetta með kjólin og blómið JG, veit samt ekki hvort ég að að vera að gera dönunum það að vera að söngla eitthvað!!! ;o)

Þú minntir mig hins vegar á það að ég var búin að lofa að taka mynd af mér í skátabúning og senda! Takk fyrir það! :o)

Ps.s Ég held að ég hafi verið gerð að heiðursfélaga í viskíklúbbnum um síðustu helgi. Alla vega var ég eina edrú manneskjan þarna svo ég ætti að muna það best <;o)

27 apríl, 2006 13:10  
Blogger Jón Grétar said...

Það er aldeilis! Fékk kvenmaður aðgang að viskíklúbbnum!!??? Veit nú ekki hvort mér lýst á þetta, en það er bót í máli að þar fór almennilegt eintak :)

29 apríl, 2006 03:23  

Skrifa ummæli

<< Home