ekki minn dagur!
Jæja, þá eru síðustu gestirnir farnir, í bili, og það hefur verið viðburðarík vika hjá mér! Átti góða viku með Sigyn sem aðallega snérist um búðarrölt og OC-gláp, alveg eins og góðar systravikur gerast bestar :0) Svo komu Anna og Jens á föstudaginn og við fórum út að borða með Ladda og Þórunni, auk þess að fagna komu J-dagsins a.k.a. Jólabjórinn að koma á barina. Þá bættist Runi í hópinn svo þetta var orðið eitt alsherjar gilwell reunion þarna á írskum pöpp við strikið! Á laugardaginn flaug Sigyn svo heim, en Anna og Jens nutu Kaupmannahafnar aðeins lengur. Á sunnudag snerist svo allt til verri vegar þegar símanum mínum var stolið þannig að nú er ég algerlega sambandslaus við umheiminn (eða næstum, hef ennþá elsku lappann minn). Til að toppa daginn eyddi ég svo óvart 10 þáttum af OC sem ég var ekki búin að horfa á! Náði að endurheimta þá í 3 tíma törn með recovery forriti frá Michi, sá síðasti kom inn um 1 leytið í nótt. Er lika búin að eiga mjög undarlegar samræður við handhafa símans míns sem nýtir sér símkortið mitt í gríð og erg. Endilega hringja sem mest í hann og trufla hann! Er að vonast til að geta keypt símann minn aftur í kvöld, eftir misheppnaða tilraun til þess í gær! Hann er líka farinn að geta talað ensku í dag, en í gær talaði hann bara frönsku með undarlegum hreim (samkvæmt Önnu, mér finnst franska alltaf undarleg ;o)
Átti svo að hitta Hans-Henrik sem ég er að gera kemi-rapport með kl. 9 í morgun. Þetta var í 3 skipti sem hann mætti ekki á fyrirfram ákveðnum tíma.
Er að hugsa um að liggja bara í þunglyndi þangað til maðurinn kannski hringir.
Fríður, með allt á afturfótunum.
Átti svo að hitta Hans-Henrik sem ég er að gera kemi-rapport með kl. 9 í morgun. Þetta var í 3 skipti sem hann mætti ekki á fyrirfram ákveðnum tíma.
Er að hugsa um að liggja bara í þunglyndi þangað til maðurinn kannski hringir.
Fríður, með allt á afturfótunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home