Ég hata Túnisbúa
Ég er komin með nýja gemsanúmerið mitt. Næstum það sama og það gamla nema það er 88 í staðinn fyrir 80 -> 5088-3389. Ekki samt flýta ykkur of mikið að skipta því ... ->
Ég hringdi svo í Smarttalk áðan (gemsasímafyrirtækið) til athuga með möguleikann á því að fá gamla númerið mitt á nýtt kort, og það er ekkert mál. Kostar 99 krónur sem er það sama og ég þarf að borga fyrir að fá að senda sms og hringja í erlend númer úr nýja númerinu, þannig að þetta hljómar miklu skemmtilegri lausn. Bað manninn á hinum endanum að flytja 300 króna inneignina sem var á nýja númerinu (reyndar bað ég hann um að flytja 250 svo ég hefði eitthvað smá fyrir næstu daga þar til kortið kemur) á það gamla og svo segir hann mér að ég skuldi enn 101 kr. HA! segi ég, hvernig getur það verið? Jú, akkúrat, djöfulsins helvítis andskotans þjófurinn gat sko hringt til ÚTLANDA án þess að "eiga" fyrir þessu á símkortinu, þrátt fyrir að sá sem svaraði þegar ég hringdi strax í smarttalk á sínum tíma hefði sagt mér að það væri bara hægt að nota inneignina og ekkert meira. Sem var akkúrat ástæðan fyrir því að ég hélt kortinu opnu í sólarhring í þeirri von að geta keypt símann minn aftur!!! Og, til að toppa það, þá hefði ég líklega náð að loka honum áður en maður gat hringt neitt af þessum símtölum!!!! Það hefði alla vega orðið max 250 kall en ekki 411!
En nú þarf ég sem sagt að borga 411 kr. í kostnað fyrir símtöl til Túnis, plús auðvitað allur annar kostnaður, t.d. sími sem kostar 24.000 isk í símabúðinni og óteljandi símtöl hingað og þangað! (löggan, smarttalk o.fl) Var að spá í að henda bara gamla kortinu (eða hugmyndinni um það) og gleyma öllum þessum útgjöldum en þá verður bara sendur reikningur sem hefði lent á Nínu vinkonu (hún er skráð fyrir þessu númeri því ég var ekki með kennitölu þá) þannig að það var ekki að ganga upp.
Var samt svo heppinn að Hulda lánaði mér gamla símann sinn sem sparar mikil útgjöld svo bara: Tusind tak Hulda :o)
Er líka loksins búin að fá bæði mitt eigið internet í gang (er sem sagt með það núna) og heimasíma, þannig að ef þið viljið hringja í mig, ódýrara en í gemsann, þá er númerið +45-3510-5810
Eitt í viðbót. Ég ætla að leyfa mér að vera geðveikt fordómafull og hata alla Túnisbúa það sem eftir er af lífi mínu. (Þið megið sko alveg sálgreina mig eins og þið viljið Hulda og Jón Grétar, mér er alveg sama ;o)
Ætla að horfa á síðustu 2 þættina sem ég á af OC til að fá smá birtu í líf mitt í dag!
Knús og kossar
Ég hringdi svo í Smarttalk áðan (gemsasímafyrirtækið) til athuga með möguleikann á því að fá gamla númerið mitt á nýtt kort, og það er ekkert mál. Kostar 99 krónur sem er það sama og ég þarf að borga fyrir að fá að senda sms og hringja í erlend númer úr nýja númerinu, þannig að þetta hljómar miklu skemmtilegri lausn. Bað manninn á hinum endanum að flytja 300 króna inneignina sem var á nýja númerinu (reyndar bað ég hann um að flytja 250 svo ég hefði eitthvað smá fyrir næstu daga þar til kortið kemur) á það gamla og svo segir hann mér að ég skuldi enn 101 kr. HA! segi ég, hvernig getur það verið? Jú, akkúrat, djöfulsins helvítis andskotans þjófurinn gat sko hringt til ÚTLANDA án þess að "eiga" fyrir þessu á símkortinu, þrátt fyrir að sá sem svaraði þegar ég hringdi strax í smarttalk á sínum tíma hefði sagt mér að það væri bara hægt að nota inneignina og ekkert meira. Sem var akkúrat ástæðan fyrir því að ég hélt kortinu opnu í sólarhring í þeirri von að geta keypt símann minn aftur!!! Og, til að toppa það, þá hefði ég líklega náð að loka honum áður en maður gat hringt neitt af þessum símtölum!!!! Það hefði alla vega orðið max 250 kall en ekki 411!
En nú þarf ég sem sagt að borga 411 kr. í kostnað fyrir símtöl til Túnis, plús auðvitað allur annar kostnaður, t.d. sími sem kostar 24.000 isk í símabúðinni og óteljandi símtöl hingað og þangað! (löggan, smarttalk o.fl) Var að spá í að henda bara gamla kortinu (eða hugmyndinni um það) og gleyma öllum þessum útgjöldum en þá verður bara sendur reikningur sem hefði lent á Nínu vinkonu (hún er skráð fyrir þessu númeri því ég var ekki með kennitölu þá) þannig að það var ekki að ganga upp.
Var samt svo heppinn að Hulda lánaði mér gamla símann sinn sem sparar mikil útgjöld svo bara: Tusind tak Hulda :o)
Er líka loksins búin að fá bæði mitt eigið internet í gang (er sem sagt með það núna) og heimasíma, þannig að ef þið viljið hringja í mig, ódýrara en í gemsann, þá er númerið +45-3510-5810
Eitt í viðbót. Ég ætla að leyfa mér að vera geðveikt fordómafull og hata alla Túnisbúa það sem eftir er af lífi mínu. (Þið megið sko alveg sálgreina mig eins og þið viljið Hulda og Jón Grétar, mér er alveg sama ;o)
Ætla að horfa á síðustu 2 þættina sem ég á af OC til að fá smá birtu í líf mitt í dag!
Knús og kossar
6 Comments:
Svona svona lambið mitt
Stórhættulegt þetta frönskumælandi lið greinilega. Það er a.m.k. lán í óláni að þú átt ekki bíl. Helvítis krimminn væri líklega búinn að kveikja í honum.
hehe, ég á heima í Danmörku, ekki Frakklandi ;o)
Ósköp er lífið snúið. Ég er nú ekki alveg ánægð með Túnisbúa hatrið. Þú manst ljóðlínuna "finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn". Það er ekki alveg sanngjarnt. En þar er eins gott að halda vel utanum símann sinn og peningana og skilríkin þegar maður er í útlöndum - og reyndar heima líka. Það þekki ég af reynslu. Ég lét mér samt nægja að hata þjófa :-) og mæli með því. Miklu einfaldara, annars verður þú kannski farin að hata hálfan heiminn.
Mamma
Það er greinilegt að maðurinn þjáist af mikilli Ödipusarduld sem lýsir sér í löngun til að sænga hjá móður sinni. Besta lausnin fyrir hann er væntanlega að stinga höfðinu ofan í fötu fulla af mjólk, gagga brjálæðislega og drekka með nefinu... eða eitthvað :þ
Eins og góður maður sagði, fordómar er þegar þú dæmir fólk án þess að þekkja til þess, eða óupplýstur dómum. Nú þekkir þú til hans og þetta eru því ekki fordómar heldur staðreynd :D
hehe, takk fyrir góð innlegg öll sömul :o)
Ég man reyndar ekkert eftir þessu ljóði mamma :o/ en ég skal bara halda mig við túnisbúana ;o)
Það er bara verst að ég er búin að láta loka númerinu, annars hefði ég getað hringt í hann og sagt honum að vinur minn sálfræðingurinn (verðandi alla vega) hefði lagt þetta til með mjólkurfötuna! Hugsa að hann hefði orðið skrítinn á svip :Þ
Skrifa ummæli
<< Home