Officialt - á ekki síma lengur
Jæja, þá er það komið á hreint. Búin að fullreyna það að fá símann minn til baka og búin að láta loka símkortinu og læsa símanum. Ef ég fæ ekki að nota hann fær það enginn! Fékk lánaðan auka síma, reyndar siemens sem ég kann ekkert á, þannig að ef þið fáið undarleg sms eða símhringingar frá mér þá vitiði af hverju ;o) Er með íslenska númerið í gangi núna en það er aðeins fyrir neyðartilfelli þar sem Stefán fær þann símreikning í hausinn ;o) Verð svo vonandi komin með nýtt dansk númer um næstu helgi. Meira um það seinna.
P.s. Ef einhver á síma sem hann gerir ekki ráð fyrir að nota og vantar einhvern til að arfleiða að honum, endilega að hafa mig í huga!
P.s. Ef einhver á síma sem hann gerir ekki ráð fyrir að nota og vantar einhvern til að arfleiða að honum, endilega að hafa mig í huga!
5 Comments:
Hæ skvís,
Vá hvað ég kannast við þessa banka / Dankort sögu. Lenti í svipuðum barningi sjálf á sínum tíma. Það þýðir reyndar ekkert annað en að vera bara ákveðinn, þannig tókst mér a.m.k. að fá Dankortið mitt strax í gegn. :)
Leiðinlegt að heyra af þessu símamáli hjá þér. Ég endurnýjaði minn síma í vor og á gamla símann ennþá (Nokia 5110). Þú getur fengið hann ef þú vilt - hann lítur kannski ekkert rosalega vel út og ég veit ekki hversu langan líftíma hann á eftir en kannski er hann betri en ekki neitt ef þú ert ekki búin að fá síma nú þegar. Vona þó að það yrði ekki bara bjarnargreiði. Vertu bara í bandi ef þannig ber undir.
Gangi þér annars vel í baráttunni í Danaveldi!
Knús,
Hulda
Bölvaðir þjófarnir,,, en ég er þegar búin að lána Gunnari gamla símann minn. En Takk fyrir síðast, það var gaman að kíkja í heimsókn:D
Kv. sigyn
Það finnst mér best við að eiga eldgamlan síma sem virkar þó, að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að honum verði stolið eða ég týni honum, þá er bara kominn tími til að endurnýja. Gamla dýrið mitt, faxtækið góða frá ericsson liggur heima í skúffu, en ef ég man rétt var skjárinn hættur að virka og það heyrðist ekkert í honum þegar ég lagði greyinu. En ég meina, þér er alltaf velkomið að fá hann lánaðann.
Hehe, það var fallega hugsað af þér, þetta með linkinn. Kannksi það sé samt tími til komin að mamma komist að sannleikanum um dóttur sína, hvurslags dýr hún hefur alið af sér. Veit samt ekki....
Skandall að láta stela af sér símanum :(
Fanney
hehe, þú kannast nú aðeins við það já ;o)
Skrifa ummæli
<< Home