laugardagur, nóvember 22, 2008

two things...

Eitt: Minniði mig á að ég ætla ekki að velja mér sérgrein þar sem ég kem til með að þurfa að vinna mikið með dementu fólki. No offence, en það á ekki við mig að geta ekki rökrætt við fólk, og að mega eiga von á því að vera lamin bara svona af því bara, eða kölluð öllum ljótustu nöfnum sem finnast ;o) (þetta var sem sagt skemmtileg vakt í nótt...)

Tvö: Hvað er það að vera að senda manni skilaboð á msn og facebook sem segja manni að senda þetta viðkomandi mail á ALLA sem maður þekkir, því annars verði áðurnefndu lokað?! Eru einhverjar líkur á því að fyrirtæki með milljónir notenda sem græða feitt á auglýsingum akkúrat vegna notendafjöldans, fari að loka aðal tekjulind sinni?!?!Þetta er held ég mesta snilldar spam sem ég hef á ævi minni fengið, þarft ekki einu sinni að forrita kóða, heldur bara láta spamið flakka manualt um allan vefheim! Hættið samt að senda mér þetta...


Tívolí, desember 2006. Góðir tímar. Ég sakna litlu systur. Verst að það verður engin jólaheimsókn í ár :o(

Og eitt í viðbót, svona fyrst ég er byrjuð :o) 25 dagar þangað til ég kem heim!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home