mánudagur, mars 17, 2008

í fáum orðum

Föstudagur: Djamm með Borgný, Elvu og Jensu
Laugardagur: Mamma og pabbi komu í heimsókn. Æðislegt að hitta þau aftur, langt síðan síðast ;o) Og ekki spillti fyrir þetta líka girnilega páskaegg (eða þessi...) sem þau komu með! Fanney átti líka afmæli þennan daginn, hjartanlega til hamingju með það :o)

Sunnudagur: Mamma og pabbi fóru aftur, héldu af stað til Madrid, en við öfunduðum þau ekki neitt, það er nú 11 stiga hiti í Kaupmannahöfn.
Mánudagur: Snjókoma í Kaupmannahöfn. Eins og það er nú fallegt á Íslandi, þá er það jafn óþolandi þegar maður er að hjóla heim í Danmörku ;o) Fór á passíutónleika í Trinititetskirkju (eða hvernig sem það er nú skrifað) með Ninu vinkonu. Fyrir þá sem ekki vita hvar viðkomandi kirkja er, þá er þetta kirkjan sem hangir utan á Runde Tårn ;o)

Náði loksins að klára að undirbúa þetta námskeið sem ég á eitthvað að hafa hönd í bagga með í lok mars. Það tók gott betur en þennan 1,5 daga sem ég áætlaði, en hafðist að lokum, og til að líta á björtu hliðarnar, þá er ég búin að lesa nánast allt útgefið efni WAGGGS.

Og svo verður páskafríið nýtt til þess að skella sér á fullt í kynferðisofbeldi. Svona á milli þess sem gestunum verður sinnt, en mamma og pabbi koma aftur á laugardaginn, og Gunnar bróðir líka, svo það verður sannkallað fjölskyldureunion hérna um páskana :o)

Gleðilega páska öll sömul, svona af þvi að hjá sumum er komið páskafrí!

1 Comments:

Blogger Jon Ingvar said...

skella sér á fullu í kynferðisofbeldið! veit ekki alveg hvaða merkingu maður á að setja í þetta. Vonandi hefur þú farið vel með fjölskylduna :-)

27 mars, 2008 13:54  

Skrifa ummæli

<< Home