föstudagur, mars 21, 2008

Lambakjöt

Jamm, búið að vera nóg af lambakjöti í boði þessa vikuna :o)

Á miðvikudag eldaði ég lambalæri sem ég átti í frysti og bauð læknagellunum. Læknagellurnar sem voru 5 talsins að mér meðtalinni haustið 2005, hafa margfaldað sig, og þrátt fyrir að ekki allir sem í raun ættu heima í hópnum hefðu komist, þá vorum við ellefu að borða. Þó að íslensku sauðirnir séu nú fullvaxta, að þá dugði eitt lambalæri skammt í þennan hóp svo það var líka boðið upp á nýsjálenskt. Gaman að geta borið svona saman, tvennt besta lambakjöt í heiminum ;o) En þetta var alla vega hin ágætasta kvöldstund og eins og alltaf rætt um að við yrðum að gera þetta oftar ;o)

Í gær var svo komið að Guðný og Einari að bjóða í læri ;o) Takk fyrir boðið, þetta var algert æði!

Í kvöld ætla svo Líney og Þórir Már að vera með smá "Páskahygge". Þar verður ekki lambalæri á boðstólunum (sem betur fer kannski ;o) en mér heyrist að það verði nóg af fólki!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home