Góðir grannar
Við eigum mjög góða nágranna hérna í húsinu. M.a. íslenskt par, Arnar og Rögnu, sem við umgöngumst mikið, og svo er það Nikolai, strákurinn sem býr beint fyrir ofan okkur.
Þegar við vorum nýflutt inn auglýstum við eftir borvél í láni, og var hann mættur daginn eftir með borvélina sína. Það var reyndar Stefán sem setti upp auglýsinguna, en ég og Viktoría sem tókum á móti honum, og eiginlega vissum við ekki hvað væri eiginlega í gangi, einhver strákur með borvél í dyrunum ;o)
Upp úr því hafa samt myndast ágæt tengsl á milli hæðanna, og er honum boðið í öll partý sem við höldum. Bæði af því að þetta er ágætis strákur, en ekki síður af því að hann er sá eini sem er með íbúð sem liggur beint að okkar....
(Þar með er aldrei kvartanavandamál vegna hávaða... ;o)
En alla vega.
Nikolai þessi er ættaður frá lítilli, franskri eyju í suðri, og er frekar dökkur og dularfullur yfirlitum. Þetta útlit hans, ásamt frönskukunnáttunni og svo ég tali nú ekki um salsahæfileikunum, er að fara alveg afskaplega vel í dönsku stelpurnar. Og það getur verið ansi gaman að virða fyrir sér mannskapinn í partýjum hjá honum, þar sem Stefán er oftast eini aðilinn af karlkyni fyrir utan gestgjafann, og restin er ljóshærðar, myndarlegar stelpur...
Við vorum ekki búin að þekkja Nikolai lengi þegar við komumst að því að Nikolai er með mánudagsstelpu, þriðjudagsstelpu, miðvikudagsstelpu og fimmtudagsstelpu. Og svo er hann með nokkrar helgarstelpur, en það getur verið misjafnt hver kemur hvenær, og hversu oft þær koma ;o)
Annað sem við komumst MJÖG fljótlega að um Nikolai, og reyndar svo fljótt að það var áður en við komumst að neinu öðru, er að rúmið hans kjaftar.
Og af hverju er ég að blogga kl. 01:52 á sunnudagskvöldi?
Jú, ein af helgarstelpunum er í heimsókn...
Þegar við vorum nýflutt inn auglýstum við eftir borvél í láni, og var hann mættur daginn eftir með borvélina sína. Það var reyndar Stefán sem setti upp auglýsinguna, en ég og Viktoría sem tókum á móti honum, og eiginlega vissum við ekki hvað væri eiginlega í gangi, einhver strákur með borvél í dyrunum ;o)
Upp úr því hafa samt myndast ágæt tengsl á milli hæðanna, og er honum boðið í öll partý sem við höldum. Bæði af því að þetta er ágætis strákur, en ekki síður af því að hann er sá eini sem er með íbúð sem liggur beint að okkar....
(Þar með er aldrei kvartanavandamál vegna hávaða... ;o)
En alla vega.
Nikolai þessi er ættaður frá lítilli, franskri eyju í suðri, og er frekar dökkur og dularfullur yfirlitum. Þetta útlit hans, ásamt frönskukunnáttunni og svo ég tali nú ekki um salsahæfileikunum, er að fara alveg afskaplega vel í dönsku stelpurnar. Og það getur verið ansi gaman að virða fyrir sér mannskapinn í partýjum hjá honum, þar sem Stefán er oftast eini aðilinn af karlkyni fyrir utan gestgjafann, og restin er ljóshærðar, myndarlegar stelpur...
Við vorum ekki búin að þekkja Nikolai lengi þegar við komumst að því að Nikolai er með mánudagsstelpu, þriðjudagsstelpu, miðvikudagsstelpu og fimmtudagsstelpu. Og svo er hann með nokkrar helgarstelpur, en það getur verið misjafnt hver kemur hvenær, og hversu oft þær koma ;o)
Annað sem við komumst MJÖG fljótlega að um Nikolai, og reyndar svo fljótt að það var áður en við komumst að neinu öðru, er að rúmið hans kjaftar.
Og af hverju er ég að blogga kl. 01:52 á sunnudagskvöldi?
Jú, ein af helgarstelpunum er í heimsókn...
5 Comments:
Ætlann eigi rúm úr IKEA!?! :D
Góð frásögn :-) Vonandi nærðu upp svefni á næstunni!!!
hehe, ég man eftir þessum gaur og líka stelpunni á myndinni, getur ekki verið að þessi mynd hafi verið tekin í innflutningspartýinu?
Það er ekki hægt annað að segja en að hann sé að reyna að njóta lífsins í botn drengurinn!
já, þetta var svolítið töff, ókunnugur karlmaður með borvél í hönd.... hann hefur ákveðið að koma sér í mjúkinn hjá ykkur um leið og þið fluttuð inn;) en já, hann er ótrúlega seigur..... Sofðu vel mín kæra!
Hahaha snilld :D
Ekki mjög flattering mynd af honum samt ;)
Skrifa ummæli
<< Home