laugardagur, september 08, 2007

Grískir matseðlar og hlustunarpípur

Fór til Brussel á fimmtudaginn og borðaði kvöldmat á grísku veitingahúsi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema af því að þegar við báðum um að fá að sjá matseðilinn vorum við dregnar fram í eldhús og sýnt úrvalið af mat þar!
Frekar fyndið verð ég að segja, og ekki viss um að þetta myndi líðast aðeins norðar í Evrópu!

En svo kom ég heim í gærmorgun, og þegar heim var komið beið mín pakki undir sæng :o)
(engar sorahugsanir hérna, þetta var alvörupakki í gjafapappír og með slaufu á!)
En alla vega, í söknuðinum eftir mér á fimmtudaginn fór Stefán og keypti handa mér þessa fínu hlustunarpípu, svo nú lít ég út eins og alvöru læknir með alvöru hlustunarpípu um hálsinn :o) Geggjað!

En það var samt Anna vinkona sem var afmælisbarn gærdagsins, og er henni hér með óskað hjartanlega til hamingju með það. Mér fannst voða leiðinlegt að komast ekki í afmælisveisluna þína!

Í kvöld er það svo cirkus! Hef ekki farið í cirkus síðan ég var lítil á Króknum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta verður! (Og að fá candiflos, það er aðalatriðið!) Segi ykkur betur frá því síðar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kærar þakkir fyrir kveðjuna og pakkann. Komst reyndar ekki í að blanda kokteila þar sem ég átti alls ekki það sem krafist var, geymi það til næsta partýs.

Leiðinlegt að þú komst ekki (sem þó var vel skiljanlegt), þú kemur bara næst ;)

09 september, 2007 00:07  
Blogger Fríður Finna said...

jamm, reyndu að hafa innflutningspartý á skikkanlegum tíma svo ég komist þá ;o)

09 september, 2007 18:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Jah, hvað er skikkanlegur tími? Ég er veit náttúrulega ekkert hvað við verðum lengi að standsetja efri hæðina því við ætlum ekki að hafa innflutningspartý fyrr en þá. Reynum að samræma þetta eitthvað ;)

09 september, 2007 19:58  

Skrifa ummæli

<< Home