fimmtudagur, apríl 19, 2007

Það er komið sumar...

...og góðra veðra tíð, eða hljómaði það ekki nokkurn veginn þannig?

Alla vega, gleðilegt sumar öll sömul og megi það færa ykkur öllum marga sólríka daga og skemmtilegar upplifanir :o)

Hér ringdi í dag, eftir sumarblíðu undanfarinnar viku, en það er þá bara betra/auðveldara að sitja inni og lesa á meðan! Minnti líka óneitanlega á margar skrúðgöngurnar, að hjóla heim í bleytunni...

Gunnar bróðir er búinn að fá styrk til að læra við Stanford og ég er á leiðinni til Californíu í frí :o) Alla vega einhvern tímann á næstu 5 árum, þeas... Og til hamingju með þetta sleggjan mín! (finnst krúttið eða dúllan eiginlega ekki viðeigandi þegar um ræðir mann sem er hátt í 30 cm hærri en ég ;o)

Svíþjóð á morgun, Ísland á föstudaginn eftir viku. Ég hlakka svo til...

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæbbs. Gamli bekkurinn verður í Köben svona eins og einn dag þann 3. maí. Kannski að þú kíkir með okkur í tívolí eða á strikið eða e-ð

Kv. Aralíus

20 apríl, 2007 18:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég meina 3. júní

Kv. Ari

20 apríl, 2007 18:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk takk :)
Ég er sammála að dúlla eða krútt er alls ekki viðeigandi en ég get alveg sætt mig við "sleggjan".

21 apríl, 2007 00:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst "sleggjan" alls ekki viðeigandi. Það er Kristinn H. Gunnarsson sem hefur það viðurnefni og má eiga það einn. Ekki með mínum syni, takk.
mbk
Mamma

21 apríl, 2007 02:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Jújú, gleðilegt sumar.
En svona grínlaust, hvaða gálgahúmor er það að halda upp á sumardaginn fyrsta um miðjan apríl?!? Um svipað leyti er haldið stærsta skíðamót landsins, vegir eru víðast hvar ófærir og snjóflóðahætta töluverð.
Væri ekki meira í takt við raunveruleikann að hafa sumardaginn fyrsta 10. júlí og svo fyrsta vetrardag um 20. júlí?
Meðan þið þurrkið sultardropana af nefinu getið þið yljað ykkur við þetta...
http://www.baggalutur.is/mp3/Baggalutur_gledilegt_sumar.mp3

Til hamingju Gunnar með skólavist og styrk. Þú hefur alveg opnað augu mín fyrir því hvað sleggjur geta verið krúttlegar :)

Ari, það verður gaman að sjá ykkur þann 3. júní. Við Fríður eigum fjölskyldukort í Tívolí þannig að nú þurfum við bara að finna nógu stóra barnavagna og þá fáið þið frítt inn :)

22 apríl, 2007 13:48  
Blogger Fríður Finna said...

Hlakka til að sjá ykkur gömlu bekkjarfélagana :o)Er samt fegin því að það er 3 júní sem um ræðir því 3 maí ætla ég að vera á Íslandi :o)

Spurning um að gera bara eitthvað þá líka?!?!

22 apríl, 2007 16:39  
Blogger Unknown said...

Ég er viss um að tímasetning sumardagsins fyrsta er liður í að herða íslenska æsku. Guðjón Þórðar sendir víst Skagamenn í ísbað eftir æfingar, þetta eru mjög svipaðar hugmyndir.
Ég man vel eftir skrúðgönguþrammi í frosti og norðan roki. Það er örugglega meinholt fyrir þrjóskuna.

22 apríl, 2007 22:10  

Skrifa ummæli

<< Home