mánudagur, desember 04, 2006

Tígrisdýr

Muniði þegar maður var lítill (eða kannski ekkert lítill lengur... ) og fékk jóladagatal?

Það var langbest þegar maður fékk súkkulaðidagatal, og þá geymdi ég oft að opna dagatalið, því þá átti ég fleiri mola þegar ég loksins opnaði. Svona " save the best for the last" hugsunarháttur á unga aldri. Það launaði sig reyndar sjaldnast, það erfiði og sjálfsagi sem þurfti til, því oftar en ekki var bróðir minn einn (nefni engin nöfn...) búinn að stela öllum molunum mínum þegar ég loksins ætlaði að fara að njóta molanna...

...Stundum hefur Stefán gefið mér dagatal, en hann gerði það reyndar ekki í ár. Það gerir samt ekkert til því ég fékk jóladagatal frá finnska skátabandalaginu.

Í dag var tígrisdýr í jóladagatalinu mínu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég man þegar ég var lítil og fékk jóladagatal. Ég man samt aldrei eftir að hafa fengið súkkulaðidagatal, bara helvítis sjónvarpsdagatal sem var hundleiðinlegt.
Segðu svo að það fylgi því ekki forréttindi að vera elsta barn, þú manst allavegana eftir því að hafa fengið súkkulaðidagatal og ánægjunni sem fylgdi því.

05 desember, 2006 13:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég neita alfarið að hafa étið súkkulaðið þitt, það hlýtur að hafa verið framleiðslugalli, eða þá að jólasveinninn hafi tekið súkkulaðið burt af því þú varst svo óþekk, sem er í raun sennilegra.

05 desember, 2006 23:31  

Skrifa ummæli

<< Home