föstudagur, október 20, 2006

Þegar "vopnin" snúast í höndunum á manni

Var eitthvað að þykjast vera gella og setti á mig augnskugga. Nýr (gamall) litur og annar pensill en ég er vön að nota og niðurstaðan er sú að í staðinn fyrir að vera gella eru augnlokin mín stokkbólgin og augnskugginn í ruslinu. Held samt að það sé pensillinn því það stendur víst utan á penslaveskinu að þetta sé búið til úr ekta hestahárum...

... Einhverjir gætu munað eftir "incidentum" þar sem hestar og ég koma við sögu og þá ætti þetta svo sem ekki að koma mikið á óvart.

En alla vega, gellustælarnir farnir fyrir lítið og barmarnir stökkbólgnir eins og ég hafi grátið í alla nótt :o/


Um helgina verður Stefán einn heima, og er þetta 1 helgin af ansi mörgum sem verður varið í sitthvoru landinu. Ég er alla vega farin til Kristianstad að reyna að selja sjálfa mig áköfum kjósendum fyrir Ebrópuráðstefnuna í vor, svo bara...

...adios allir og góða helgi!!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tekur þú ölnar og upphandleggsbein með þér á ráðstefnuna ef þú skildir hafa tíma til að læra?

21 október, 2006 13:45  
Anonymous Nafnlaus said...

HEY - þú ættir sko að nota þennan hrossahársbursta til að setja á þig varalit eða gloss!!! :) En annars á ég ekki neinn sjéns í skóladótið þitt - algjör lúser - bara með bækur og penna, gegt leim sko ;Þ

23 október, 2006 02:01  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, góð hugmynd þetta með glossinn. Aðeins að þykkja varirnar...

Ég tók samt beinin ekki með á ráðstefnuna, en máð i samt að lenda í ævintýrum með þau...

24 október, 2006 16:44  

Skrifa ummæli

<< Home