Nýir skór
Ég keypti nýja skó um daginn. Eitthvað sem "sumum" finnst nú ekki í frásögur færandi, en þetta eru samt næst dýrustu skór sem ég hef á ævi minni átt, svo þetta eru nú pínu fréttir (tala nú ekki um þegar maður update-ar danska gengið!!!).
Það sem er merkilegt við þessa skó er, að þeir eru allt of litlir, ég kemst ekki í þá nema kreppa tærnar uppí hæl, engin leið að ganga í þessu meira en 25 metra og eftir hálftíma í skónum er ég búin að rífa þá af mér aftur. Og þegar ég er loksins komin úr þeim eru tærnar mínar allar rauðar og hægt að sjá far eftir alla sauma og samskeyti. Ekkert fodterapeut eða sjúkraþjálfaraval þarna sko!
Þeir eru samt fallega dúmbrauðir og svartir, geggjað flottir og ég þvílíkt ánægð með þá ;o)
Það sem er merkilegt við þessa skó er, að þeir eru allt of litlir, ég kemst ekki í þá nema kreppa tærnar uppí hæl, engin leið að ganga í þessu meira en 25 metra og eftir hálftíma í skónum er ég búin að rífa þá af mér aftur. Og þegar ég er loksins komin úr þeim eru tærnar mínar allar rauðar og hægt að sjá far eftir alla sauma og samskeyti. Ekkert fodterapeut eða sjúkraþjálfaraval þarna sko!
Þeir eru samt fallega dúmbrauðir og svartir, geggjað flottir og ég þvílíkt ánægð með þá ;o)
7 Comments:
Til hamingju með nýju skóna.
Spurning um að taka kannski næsta númer fyrir ofan næst;)
-sigyn
hvað gerir þú ekki fyrir lookið ;-)
hmm eru þetta ekki klifurskór? :)
Þú ert örugglega aðal skvísan á námskeiðinu!
Líney
Jú, það er undarlegt að kaupa sér klifurskó, kaupa svo litla að maður getur ómögulega verið í þeim meira en eina klifurleið í einu, og þolir varla við þessa einu leið. Úff, sakna þess ekkert smá að klifra!
Fyrst þú getur verið í þeim í hálftíma í einu eru þeir of stórir, takti hálfu númeri minna næst!
Jens
Hverjir eru þessir "sumum" sem þú vitnar til?
kusa
p.s.
við sigyn söknum yndislegustu manneskju sem við þekkjum...
hehe, það hefur sko tekið langan tíma að "þjálfa" sig upp í að geta verið í þeim hálftíma í einu. Fyrst var þetta tekið í 5 mínútna tímabilum ;o) Við förum klárlega og klifrum næst þegar þú kemur í heimsókn Anna mín, hvenær sem það nú verður.
Skrifa ummæli
<< Home