miðvikudagur, júní 18, 2008

hæ hó og jíbbí jeij...

Til hamingju með daginn öll sömul (þó það sé nú kominn 18. hjá mér núna).

Dagur var nú ekki mjög hátíðlegur, allt við það sama hjá mér, bara nýir sjúkdómar. Má kannski teljast gott að vera laus við helvítis pöddurnar samt og ákveðin hátíð í því ;o) Við gerðumst mjög þjóðleg og borðuðum grjónagraut/mjólkurgraut með lifrarpylsu í kvöldmat, mmmhmmmm hvað það var gott! Áttaði mig s.s. á því þegar ég barðist við að koma 9 kílóum að ýsu niður í frysti í frekar þunnu ástandi um síðustu helgi, að það væri kannski kominn tími til að hætta að panta lifrarpylsu að heiman, og byrja að borða hana... Það fundust s.s. nokkrir keppir vel faldir undir hinu og þessu misgirnilegu í tiltektinni ;o)

extra til hamingju með daginn til allra afmælisbarnanna. Jón Grétar og Einar fá sérstakt afmælisknús fyrir árin 30 :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home