sunnudagur, janúar 20, 2008

loksins líf!

Jamm, prófatörnin er búin. Loksins loksins loksins... :o)
Og hægt að fara að gera allt það sem maður er búinn að hugsa sér að gera síðan fyrir jól, en alltaf endað með; ...þegar ég er búin í prófum!

En íbúðin er alla vega hrein, búið að þrífa út úr öllum hornum, endurraða í fataskápinn, sortera í möppur, búið að lesa í gegnum 4 mailbox, og svara öllu því sem þarf að svara, fara á útsölur, hringja næstum því öll símtölin sem "þurfti/átti/vildi" (einhverjir voru ekki heima ;o), lesa, fara út að labba, sauma.
Og nú er það friends :o)

Er að fara til Sviss á fimmtudaginn í 4 daga, er næstum því búin að pakka, hef ekki verið svona snemma í því síðan fyrir alheimsmót 1995! Aðallega af því að það var svo þægilegt þegar ég var að henda út úr fataskápnum samt ;o)

En vegabréfið mitt er hins vegar á öðru yfirráðasvæði. Ég vona bara að það skili sér á næstu dögum... Það verður samt varla hluti af farangrinum mínum um næstu helgi.

Á morgun ætla ég svo að baka. Þá held ég að það gerist ekki augljósara að ég þarf EKKERT að gera :o)

Ákvað að láta eina mynd síðan á jólunum fylgja með.

Það hefur verið svoldið fyndið að spyrja fólk sem ekki þekkir til, hver það haldi að sé mágkonan í þessum hópi. Það er aldrei rétta svarið :o)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frænka kær.
Bara að kvitta fyrir innlitið og óska ykkur gleðilegs árs og svona (já, ég veit að það er rúmlega janúar ;o).

Endilega njóttu þess að vera laus við skólann.

Var að spá í varðandi myndina - varst þú sú eina sem fékkst ekki að vera á háum hælum eða? hahaha

Kv. Edda frænks

22 janúar, 2008 21:15  
Blogger Jon Ingvar said...

til hamingju með að vera búin með þessa törn, greinilegt að ferðatörn tekur við. Ég verð búin með mína törn í lok næstu viku :-)

22 janúar, 2008 21:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha fyndið. Hvað er annars vinsælasta svarið?:)

28 janúar, 2008 20:36  
Anonymous Nafnlaus said...

ps. þetta er sigyn

28 janúar, 2008 20:37  
Blogger innocuous said...

Hmm, nei, held að enginn hafi verið í skóm :( Það var bara meira lagt í gæði en magn af mér :D (Ekki það að KUSa sé ekki hvers gramm virði í gulli samt ;o)

Vinsælustu giskin eru samt Kristín og Sigyn. Það er auðvitað ég sem er að spyrja, svo fólk veit að ég er ein af systrunum, og það finnst öllum ég og Ásdís svo líkar í framan að það dettur engum í hug að hún sé ekki systir mín ;o)

05 febrúar, 2008 21:46  

Skrifa ummæli

<< Home