mánudagur, desember 03, 2007

jæja, það er eitthvað verið að kvarta undan því að ég láti heyra of sjaldan í mér, svo það er best að reyna að gera eitthvað í því!

Mesta át- og drykkjarhelgi ársins er liðin, en Valli, æskuvinur Stefáns, og Helga konan hans voru í heimsókn, undir fyrirsögninni "35 ára afmæli Valla".
Þetta var alveg snilldar helgi, með mörgum búðarferðum og alveg hreint ansi góðri frammistöði í eldhúsinu hjá þeim félögunum. Við Helga redduðum hins vegar okkar parti með því að bjóða þeim á hlaðborð...

Í gær (sem var afmælisdagurinn) fórum við svo í Tívolí, skoðuðum jólaljósin og sölubásana, prófuðum bestu tækin og enduðum á jólahlaðborði, hvaðan við ultum út og gátum varla hreyft okkur. Get það varla ennþá. Held samt að ég hafi aldrei áður fengið mér í glas mið- fim- föst, lau og sunnudagskvöld, Í RÖÐ!!! Er líka að hugsa um að halda mig bara við vatnið á næstunni...
Á næstunni er svo bara lærdómur, lærdómur og meiri lærdómur. Ásamt því að ljúka jólagjafainnkaupunum, passa æðislegu frændur mína Daníel og Tobías, (mamma þeirra ætlar LOKSINS að taka ítrekuðu barnapíuboðinu mínu ;o) og smá jólaglöggi um miðjan mánuðinn.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

eeen....fórstu ekki í Rustur? ;)

03 desember, 2007 20:30  
Blogger Fríður Finna said...

hahahahahah
Það var ekkert nema bjór í boði flesta dagana, og þar sem ég er ekkert svo hrifin af bjór þá náði það ekki þessu magni.... ;o)

04 desember, 2007 10:07  
Blogger Álfheiður said...

Vá hvað þetta er lítill heimur! Hann Valli æskuvinur er nú náfrændi minn. Eðalfólk og ekki skrítið að það hafi verið stuð um helgina hjá ykkur:)

04 desember, 2007 18:06  
Blogger Fríður Finna said...

Hahahah
Við erum ekki nema 312.000 :o)

07 desember, 2007 00:12  
Blogger Unknown said...

Ég vissi ekki að það væri e-ð til sem héti "smá" jólaglögg í dk.....
-k

12 desember, 2007 03:08  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hef ekki trú á því að stefán hafi gert mikið í eldhúsinu. Mig rámar ekki í það að hann hafi gert annað en að borða í eldhúsum hingað til.
Samt viss um að mamma hans reyni að koma honum til bjargar
kv Gummi

14 desember, 2007 18:12  

Skrifa ummæli

<< Home