miðvikudagur, október 17, 2007

Heima er best

Jæja, nú hefði ég átt að vera komin til smábæjar í Slóvakíu, sem reyndar er á lista yfir mögulegar heimsminjar svo það hefði ekkert verið svo slæmt að fara þangað. Og svo sem ekki heldur að komast til Slóvakíu, en það hefði þýtt nýtt land á listann hjá mér...
... en það hefði líka þýtt yfir 20 tíma ferðalag fyrir 30 tíma dvöl og yfir 600 Evrur. Fyrir utan enn minni tíma heima hjá mér og til að einbeita mér að náminu, svo ég er eiginlega bara mjög fegin. Þrátt fyrir allt.

Brussel um seinustu helgi. 2. fundur Evrópustjórnarinnar, og voða gaman að sjá þau öll aftur. Og svo er það Noregur um næstu helgi, en þá er ég komin í 6 vikna frí frá ferðalögum. Hélt ekki að það kæmi að þessari stund, en rosalega er ég fegin!

Var beðin um að fara til Hollands um næstu helgi, og svo til Sviss helgina þar á eftir, en sagði nei. Komið nóg á þessu ári, og tvær ferðir eftir í Desember!

Það er hins vegar sjáanleg aukning í þátttöku Íslendinga í nefndum hjá WAGGGS, 3 einstaklingar sem fengu bréf þar sem þau voru boðin velkomin í hinar ýmsu nefndir :o) Siggi Úlla kemur í minn hóp, og Jón Grétar og Esther fara í sitthvorn hópinn svo þetta verður góður hópur :o) Og örugglega voða fjör :o)

Og svo er ég svona nánast búin að dobbla Jón Ingvar í Planning team með mér fyrir námskeið sem ég er ábyrg fyrir í Desember :o)

Eitt samt alveg ótengt. Hef verið að velta fyrir mér, inn á blog.is, þá er alveg ótrúlega algengt að fólk sem setur tengingar við ákveðnar fréttir, að það sé bara með orðrétta endurtekningu á fréttinni. Hvað er eiginlega málið? Af hverju? Somebody með útskýringu á þessu fyrir mig?

5 Comments:

Blogger Unknown said...

ótrúlegt að þú skulir hafa sleppt tækifæri til að heimsækja mig í Hollandi. En látum það nú vera.

Blog.is já þar sem ég er nú víst þar. Yfirleitt er það nú þannig að fólk er að kommenta á þessa frétt, segja sína skoðun á málinu.

17 október, 2007 22:18  
Blogger Fríður Finna said...

Já, og það er hið besta mál. En ég er að tala um þegar fólk kemur með bara copy paste útgáfu af fréttinni á bloggið hjá sér, og bætir engu við frá eigin brjósti.

Það lá við að ég nýtti tækifærið og kæmi til Hollands, en þar sem Gunna mamma Stefáns er að koma í heimsókn ákvað ég að láta það (tækifærið) renna mér úr greipum í þetta skiptið ;)

17 október, 2007 22:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem þú segir nei við að taka að þeir fleiri verkefni (utanlandsferðir) ;) Gott hjá þér!!

19 október, 2007 15:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei! Hvert í Noregi er för þinni heitið??? Kær kveðja, Gunna.

21 október, 2007 21:57  
Blogger Fríður Finna said...

Var rétt fyrir utan Osló, en er komin til baka núna. Var á skátaþingi hjá norsku skátabandalagi og upptekin alla helgina, annars hefði ég nú reynt að hafa upp á þer, þó ekki nema til að komast að því hvar þú býrð nákvæmlega ;o)

21 október, 2007 22:24  

Skrifa ummæli

<< Home