mánudagur, október 01, 2007

og hvað á barnið að heita?

Eina "frí"helgin í september og október liðin. Endaði nú sem allt annað en slökun, en það var bara gaman ;o)

Afmæli hjá Sophie á föst, matur hjá Ladda og Þórunni á lau, vinna á sun, og svo afmæli hjá Aldísi og Grjóna. Ekki alveg slökunin, en góð helgi samt ;o)


Fékk samt æðislegan póst í dag. Við skulum byrja á að átta okkur á því að ég hef séð ýmsar útgáfur af nafninu mínu í gegnum tíðina, líka á Íslandi. Bandalagið átti til dæmis nokkra mjög góða spretti þar sem ég hét ýmist Friður, Tinna eða eitthvað annað Sjaldnast samt skírnarnafninu mínu.
Eftir að ég fór að stunda útlöndin meira hefur þetta orðið enn fjölbreyttara, og stundum skil ég ekki að ég fái að fara í gegnum öryggiseftirlit með vegabréf sem á stendur Fríður Finna Sigurðardóttir, því það stendur nú sjaldnast á flugmiðunum... (við skulum samt líka hafa það á hreinu að ég kann að skrifa nafnið mitt, og skrifa það mjög nákvæmlega þegar ég panta ;o)

Stundum reyndar breyti ég ð-i í d, og í-i í i. Annars er það skrifað hárrétt í pöntuninni. Það er samt engin trygging fyrir því að það sé það sem standi á flugmiðunum, eða bréfum eða hverju öðru sem það nú gæti verið.

Hér koma nokkur dæmi:

Friður Finna Sigurðardóttir \
Friður Tinna Sigurðardóttir > þessi 3 koma frá BíS
Friður Tinna Sigurðardóttir /
Frur Finna Siguoardottir
Frur Finna Sigoardottir
Friour Finna Siguoardottir (r-ið dettur líka alltaf út, veit ekki af hverju ;o)
F (þetta hefur samt bara komið á pakka frá póstinum, ekki á flugmiða...)

Finnar Sigurdardottir


Og svo toppurinn, það sem kom í dag ....


Findur Finna Sign Javel






Ljúkum þessu með þeim orðuðunum...

Hlýjar kveðjur,
Findur Finna Sign Javel

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mitt nafn kemur nú stundum frekar undarlega út en ég fékk hins vegar pakka um daginn þar sem heimilisfangið var:

Hlíðargata 9
Professeur 600 Akureyri
Iceland

(n.b. pakkinn kom frá frakklandi)

01 október, 2007 17:14  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHAHAHAHAHA það er alveg eins og viðkomandi (dani, reikna ég með) hafi barasta gefist upp í miðju föðurnafninu og skrifað það sem hann hugsaði: javel. En ég kannast við þetta vandamál ;)

02 október, 2007 18:43  
Blogger Fríður Finna said...

Það var akkúrat það sama og ég hugsaði ;o) Þetta líkist alla vega "urðardóttir" ekki mikið...

03 október, 2007 11:18  
Anonymous Nafnlaus said...

HEHEHEHE þetta er brilliant, ég lendi aldrei í þessu, með svo international nafn :~þ

Hafðu það gott skvísa!!

06 október, 2007 13:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg brilljant að heita svona mörgum nöfnum. Get ég fengið eitt lánað??? :0)
Kveðja, Jóhanna Ýr

15 október, 2007 15:07  
Anonymous Nafnlaus said...

LOL !

þurfti að passa mig að skella ekki upp úr á miðri lesstofunni :)

11 febrúar, 2008 23:38  

Skrifa ummæli

<< Home