að bíða
ég er að bíða eftir hægri skónum mínum.
Hann kom á föstudaginn, en þá vorum við ekki heima.
Hann (þeir) á að koma aftur í dag, á milli 08 og 16.
Við erum búin að vera heima í allan dag og hann er ekki ennþá kominn.
Kl. er 7 mínútur í 16.
Ég missti af því að hitta forseta Þýskalands af því ég þurfti að mæta í gagnslausa tilraun þar sem ég gerði ekki neitt, nema að horfa á risastóran segul.
(Verð reyndar að viðurkenna að ég eiginlega gerði mér ekki grein fyrir því að Þýskaland væri með forseta, þessi kanslari var alltaf að flækjast í hausnum á mér, en farið ekkert með það lengra...)
2 Comments:
My two left feet!!! Hvernig er þetta eiginlega með þig - þetta er kannski snúningurinn sem þú tókst á hjólinu í sumar varð til þess að nú ertu með tvo vinstri fætur..eða hvað.
vinstri umferðin í Englandi, hvað annað? ;o)
Skrifa ummæli
<< Home