fimmtudagur, apríl 05, 2007

Tengdó í heimsókn, páskaeggin raðast á okkur og páskalærinu reddað. Þangað til það má borðast, þá er það bara eitt stykki helv.... biokemi skýrsla, 4 kaflar í biokemi, 6 kaflar í farmakology og heilt ár af gögnum frá WAGGGS. Og svo vonandi einhver vinna...

"Allir" sem ég þekki á IMWE, svo bara góða skemmtun þið "allir" :o)

Kem heim í lok apríl í nokkra daga (99,9% öruggt), til Slóveníu í rúma viku, aftur til Íslands 11-13 maí ef af verður, og svo enn aftur til Íslands 25.-29. maí. Búin að bóka og borga þann miðann svo það er 100% :o) Ég verð sem sagt bara í þvi að fljúga til og frá Íslandi þann mánuðinn, en meira af því seinna :o)

Þannig að nú er það bara að skipuleggja góð partý þar sem ég get hitt alla í einu.... Jón Ingvar og Jenni, ég treysti á ykkur í því samhengi :þ

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það ætti nú ekki að vera mikið mál að hrista partý frammúr erminni... Er að vísu að vinna útá landi en eitt partý ætti ekki að vera vandamál :)

06 apríl, 2007 19:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska!!! Aðeins í seinni kantinum... ;o) Íslensku páskaeggin eru náttúrulega laaangbest, og íslenska lambið að sjálfsögðu líka.
Ha det bra,
Gunna.

10 apríl, 2007 23:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki ein um að vera í seinni kanntinum :D - Gleðilega Páska! Vonandi stóðu Eggin og Lærið með ykkur! Og vonandi að góða veðrið haldi áfram að gæla við ykkur - það er bara slagveður hérna, en ef ég þekki veðurguðina rétt þá fer að sjást til sólar í endan apríl - rétt fyrir prófatíðina :S Annars er bara ágætt að frétta héðan - sambúðin að leysast upp og ég er með allt uppá bak í skólanum - svona þetta venjulega bara ;) Hlakka til að sjá á þér smettið í einhverri millilendingunni! Kv. Ingunn

11 apríl, 2007 18:25  

Skrifa ummæli

<< Home