sunnudagur, mars 18, 2007

hitt og þetta

Já, jæja. Er kannski kominn tími á almennilega færslu hérna inn?

Átti góða helgi sem í aðalatriðum var svona:

föst: Gleraugnarúntur með Borgnýju sem endaði með skóþráhyggju... (er það réttlætanlegt að kaupa skó fyrir 1800 dkk á einu bretti? Þetta eru nú einu sinni þrjú pör sem öll nýtast alveg afskaplega vel og overlappa sama og ekki neitt á notkunarsviðum..... )
Hafrún samstarfskona Stefáns í stutta heimsókn og súkkulaðifondú með jarðarberjum og bönunum. MMMMMMMMMHHHHHHH

Lau: Hitta Óttar í snöggum kaffibolla, hlusta á eitt lag á upphitun sameinaða Íslendingakórsins í Kristjánskirkju á Amager (vakti nú upp gamlar minningar úr kórastarfi. Ekki frá því að þetta hafi kitlað svoldið...)
Matarboð hjá Líney um kvöldið, Kokteilar og Skt. Patricks day. Gerist ekki betra!!!! Hlakka til næsta svona rúnts sem verður FYRR en seinna :o)

Sun: Brunch með dönskuskólagellunum mínum, Sönnu frá Finnlandi og Özlem frá Tyrklandi. Höfum ekki hittst síðan í des svo það var aldeilis komi tími á þetta núna.
Borðaði ALVÖRU hamborgara í fyrsta skipti síðan ég kom til DK. Vá hvað þetta var gott!!!!

Er annars komin á þá skoðun að Læssöesgade 13b, st og rúgbrauð eigi ekki vel saman. Komin með króníska mygluhræðslu eftir síðustu viku þar sem hvert tiltölulega nýja brauðið (= -3 dagar) á fætur öðru reyndist svona skemmtilega litríkt. Þurfti sem betur fer bara einu sinni að fatta það eftir að ég var byrjuð að borða en er enn að kúgast...

2 Comments:

Blogger Jón Grétar said...

Erðaggi bara hollt að éta smá myglu? Bætir og kætir! :D

20 mars, 2007 11:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Neibb, það er það nefnilega ekki. Það er krabbameinsvaldandi ;o)

FFS

20 mars, 2007 16:52  

Skrifa ummæli

<< Home