back to real life
jamm, þetta er bara búið! Mánuðurinn í Kína sem búið var að bíða eftir í marga mánuði er liðinn og ég er komin aftur heim, ekki í heiðardalinn, heldur götuóeirðirnar í Köben. Ekki slæm skipti það eða hvað?
Síðasta lið ferðarinnar lauk í dag, þegar Viktoría flaug heim til Íslands. Þetta verður samt engin langloka um Kína í þetta sinnið. Smáatriðin detta inn smátt og smátt hugsa ég, en þetta var alla vega æðislegt ferðalag. Ferðafélagarnir frábærir og lengi hægt að hlægja að öllu því sem kom upp á eða gerðist ekki, og ylja sér við minningarnar. Enda er Kína ALLT. Það er heitt og kalt, ríkt og fátækt, skemmtilegt og leiðinlegt, fallegt og ljótt, blómailmur og hlandfýla, jing og jang.
Póstkortin urðu færri en gert var ráð fyrir, það var svo erfitt að finna pósthús...
Síðasta lið ferðarinnar lauk í dag, þegar Viktoría flaug heim til Íslands. Þetta verður samt engin langloka um Kína í þetta sinnið. Smáatriðin detta inn smátt og smátt hugsa ég, en þetta var alla vega æðislegt ferðalag. Ferðafélagarnir frábærir og lengi hægt að hlægja að öllu því sem kom upp á eða gerðist ekki, og ylja sér við minningarnar. Enda er Kína ALLT. Það er heitt og kalt, ríkt og fátækt, skemmtilegt og leiðinlegt, fallegt og ljótt, blómailmur og hlandfýla, jing og jang.
Póstkortin urðu færri en gert var ráð fyrir, það var svo erfitt að finna pósthús...
4 Comments:
Velkomin heim!
Vona að þið lendið hvorki í átökum né í stofufangelsi í Köben.
Hlakka til að heyra meira frá Kína.
knús og kossa frá
Gobbu
Jæja, núna fer ferðalagi mínu að ljúka, fer norður á eftir;) Búin að hafa það ofsa gott hérna á Selfossi. Allir biðja að heilsa! Vonandi eruð þið ómeidd á sál og líkama eftir óeirðirnar í bakgarðinum!!!
Velkomin heim í Danaveldi. Passaðu þig nú á ólátabelgjunum þarna. Ég vill ekki þurfa að standa einn á einhverjum pósti á Jamboree ef þú ert í fangelsi fyrir óeirðir eða spítala eftir ryskingar við vitleysingana.
Takk takk :o)
Við erum heil á sál og líkama, og farin að geta farið í búðina svo það lítur út fyrir að ég lifi af fram á sumar :o)
Skrifa ummæli
<< Home