helgin í fáum orðum...
Jæja, þá er skemmtileg helgi að baki.
Anna, Ísak og Ómar komu á föstudeginum, og svo var heljarinnar innflutningpartý um kvöldið. Enduðum á að fara niður í bæ upp úr 3 am, þeas restin af partýgestunum, og hirða upp fjölda fólks sem var á leiðinni heim en endaði svo bara aftur á djamminu með okkur ;o)
(M.a. islenska nágrannann okkar sem við vorum að hitta í fyrsta skipti...)
Annars áttum við Anna gæðahelgi með fullt af stelpusnakki, fleiri kílómetra labbi í búðum, frokost með Ladda og Þórunni á sunnudeginum og ótrúlega mörgum ruslmyndum. Gerist ekki betra!!!!
Strákarnir hins vegar áttu spilahelgi í hæsta veldi og sáum við nokkra aðila einungis einu sinni edrú frá föstudegi fram á mánudag....
Anna stóð sig líka svona voða vel á myndavélinni, og má sjá heildarafraksturinn Hérna
Sérstaklega fannst henni einn fídus á myndavélinni minni skemmtilegur, þið komist fljótt að því hvaða ef þið skoðið ...
Áðan sagði ég svo við Helgu Fanney "sjáumst á morgun" :o) Það nú er ekki á hverjum degi sem það gerist lengur!!!!!
En þetta þýðir s.s. að Helga Fanney og Steinunn eru á leiðinni!!! Nú vantar bara Stínu til að endurskapa Víðimýrarstemminguna. Það er pottþétt á dagskránni fljótlega...
5 Comments:
Geggjaðar myndir maður ;) Fyrsta myndin er samt frekar krípí.
já og takk fyrir síðast!
Mikið ertu nú sæt á þessum myndum.
takk fyrir kvöldið!! og flottar myndir;)
Takk sömuleiðis stelpur :o)
Hildur, ég verð í borginni, og alveg örugglega til í hitting og jafnvel smá djamm líka... ;o) Hlakka bara til að sjá þig!!!!
he he..when did you get that new look?
I wish I could read Icelandic then, I can read what Kristin and you are upto...
Just wanted to say hello.
Hope you are having a good time in Denmark (?)
-Bhuti
Skrifa ummæli
<< Home