laugardagur, september 30, 2006

Nostalgía

OHHHHHHHH!!!!!

Nú vil ég vera heima!!!

Laufskálaréttir. Þjóðhátið Skagfirðinga í kvöld. ALLIR sem maður sér bara einu sinni á ári og svo allir hinir líka!

Og svo situr maður bara einhvers staðar í Kaupmannahöfn og lærir fyrir próf. Ekki bestu skipti í heimi verð ég að segja!

Keypti mér annars dissektions sett um daginn (dissektionsett = krufningarsett)
Búið að leggja línurnar fyrir fyrsta tímann. Velja lík manneskju sem var ekki mjög feit, þá verður auðveldara að finna allt. Setja allt sem maður sker í burtu í til þess staðsett fat. Í lokin verður svo líkaminn brenndur og afhentur ættingjum.

Er eiginlega farin að hlakka svoldið til, en spurning um að gerast grænmetisæta í smá tíma!!! Lifði reyndar tímana í læknagarði af með ágætum og íslensku lambakjöti á diskinn minn, en þá gat ég bara skoðað þetta fitusnautt í gúmmihönskum. Þurfti ekkert að gera sjálf. Verður kannski erfiðara þegar maður er búinn að vera að hræra í fitunni eins og einhver orðaði þetta mjög svo smekklega!

Er líka að vinna í því að panta far til Kína. Brottför 30 jan, dankoma ca 28 feb :o) Bara eftir að ákveða hvort verður flogið í gegnum tyskland eða Finnland. Og hverjir verða ferðafélagarnir! Hvort að Viktoría og Stefán komi með, annað hvort eða bæði, eða hvort ég sofi bara í flugvélinni og hitti Kusu í Kína :o)

Spennandi!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OOOjjjj ekki viss um að ég gæti farið að krukka í einhverju líki en góða skemmtun ;)

Kv, Fanney Björk

01 október, 2006 00:09  
Blogger Kristín Una said...

Já, við þurfum að fara að plana og lesa okkur til um áhugaverða staði til að heimsækja!:)

01 október, 2006 12:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, þessar krufningarlýsingar fara alveg með matarlystina. Skil vel að þú sért með nostalgíu og langi heim þegar þú ert látin gera svona!!

Til hamingju annars með dessektionsettið þitt!

01 október, 2006 18:38  

Skrifa ummæli

<< Home