sunnudagur, júní 25, 2006

Frí?

búin að vera að upplifa Hróarskeldustemmninguna í lestinni undanfarna daga, á leið í vinnuna. Fékk 3 gangvaktir í röð uppi í Roskilde og verið samferða hópi af fólki á öllum aldri, heilu fjölskyldunum jafnvel, á leiðinni uppeftir.

Er farin að sjá svoldið eftir því að hafa ekki drullast til kaupa miða áður en varð uppselt! VIð gerum þetta í tíma á næsta ári Jenni ;o)

Fór annars upp í vitlausa lest í morgun á leiðinni heim, fattaði það í Ringsted og komst ekki út fyrr en í Slagelse. Þar þurfti ég að bíða í kl.t. eftir því að komast í svo pakkaða lest að ég gat ekki einu sinni snúið augunum, hvað þá meiru :o) Það breytist samt þegar við komum til Roskilde aftur ... Spurning samt um að fara að sofa meira?

Hulda og Birgitta systir hennar voru hérna í nótt, verst hvað ég náði að sjá lítið af þeim, pga þessu óvænta lestarferðalagi ;o) Fór svo upp á svalir og svaf þar í dag. Ekki of lengi samt til að verða ekki eins og rauður karfi... Er að hugsa um að gera þetta næstu daga, gæti haft góð áhrif á litaraftið...

Fór á pósthúsið á Köpmagergade í fyrradag og hitti fyrir tilviljun strák sem ég kynntist á ráðstefnu fyrir ári síðan. Frekar fyndið þar sem hvorugt átti von á að hitta hitt hérna ;o) Ætla að fara að hitta hann áður en ég fer á vakt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er keldan á næsta ári, ekki spurning :)

25 júní, 2006 20:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu er þetta eitthvað djók með linkinn "Matti" eða?

27 júní, 2006 10:22  
Blogger Fríður Finna said...

Við kaupum miða númer 00001 og 00002 á næsta ári Jenni!!!

Biðst forláts Matti, slæ yfirleitt bara inn "mat" og þá kemur bloggið þitt svo ég nota aldrei þennan link, laga þetta í hvelli ;o)

28 júní, 2006 11:34  

Skrifa ummæli

<< Home