miðvikudagur, mars 01, 2006

Maðurinn með hamarinn!

Vaknaði við manninn með hamarinn í morgun. Ágætt að eiga svona nágranna sem passa að maður fari á fætur á réttum tíma! Eini gallinn við þetta fyrirkomulag er að ef ég get ekki sofið að þá get ég alveg örugglega ekki lesið heldur .... ;o)

Er á leiðinni til Álaborgar á föstudaginn, og ætla jafnvel að reyna að spinna upp einhverja ungbarnavettlingauppskrift á leiðinni (Óttar er eitthvað að kvarta undan því að barnið vanti prjónadót á hendur og fætur). Hef aldrei kunnað að prjóna sokka svo ég læt það vera, en ekki segja Óttari og Hönnu, svona ef mér tekst ekki að klára þetta í tæka tíð ;o)

Það er annars farið að styttast í að nýji sambýlingurinn minn komi, eða þann 12 mars. Við Dr. Elva fórum af því tilefni í innkaupaferð í IKEA, m.a. til að fjárfesta í langþráðu rúmi handa mér, og eyddum við löngum tíma í að velta okkur um í hinum ýmsu stærðum og gerðum af rúmum. Vöktum meðal annars mikla athygli annarra viðskiptavina þar sem við lágum í einu sýningarrúmanna og lásum rúmbæklinga... ;o) Vorum að lokum held ég báðar orðnar sammála um hvaða rúm og stærð skyldi kaupa og var þá stormað í gegnum það sem eftir var af húsinu, karfan troðfyllt af dóti og svo haldið niður í afgreiðslulagerinn þar sem skyldi nú aldeilis náð sér í rúm.

Það var ekki til.

Eða réttara sagt, dýnan var til en ekki "Undersengen".

Kemur eftir 2 vikur (sem eru 5 dagar í dag) en þá verður dýnan örugglega ekki til lengur! (VIldi ekki fara að borga tvöfaldan flutning fyrir þetta heim)

hehe, er þetta lýsandi fyrir mína heppni? Bara spyr :o)

Annars var Stefán að leggja það til að ég skellti mér á pakkatilboð heim, 10. þúsund kall í viku. Auðvitað á ég að vera í tveimur laboratorium æfingum og 1 opfölgning tíma á þessari viku svo það verður víst lítið af því í þetta skiptið en ég fer örugglega að fylgjast betur með þessum tilboðum núna :o) Búin að tékka hvaða daga ég gæti farið heim og svona þannig að nú bíður maður bara eftir rétta tilboðinu!

Annars, til hamingju með daginn í gær Hulda :o)

yfir og út

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ju, eg fekk sms...er bara algjørlega cut off fra allri sidmenningu sem heitir tvi internetid virkar ekki i herbergjunum. Eg ætla samt ekkert ad sækja um tetta, get gert miklu meira fyrir 150kall!...ef eg a hann ta til:)

01 mars, 2006 14:05  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ beibs - ákvað nú að kíkja á allar bloggsíður og öppdeita smá hjá mér, ég á nefnilega að fara í próf á morgun sem mig langar ekkert að fara í þannig að þetta er tilvalið verkefni í dag.
Þetta er nú týpískt með rúmið og Ikea og gaman að heyra að þú sért með mann með hamar og annan með bor nálægt þér, mín reynsla er sú að maður getur yfirleitt nýtt sér þá eitthvað ;->
Jæja heyrumst síðar skvís
knús og kossar
Annsa pannsa

01 mars, 2006 18:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís!
Hlökkum til að sjá þig á morgunn ;)
Hanna og prinsessan

02 mars, 2006 12:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kveðjuna ljúfust! *smass*

Ikea hefur nú ekki alveg sýnt það að vera verslun sem hægt er að stóla á að eigi vöruna til þegar maður þarf á henni að halda en ég vona nú samt að þú fáir draumarúmið!

Knús,
Hulda

07 mars, 2006 14:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrdu geturu sagt mér hvad Nútímavæðing er ?? Þad myndi hjálpa mér mjög mikid. Ég býð eftir svari !
með fyrirfram þökk.
Emilía

07 mars, 2006 17:37  
Blogger Fríður Finna said...

hmm, nútímavæðing.

Veit ekki hvað stendur í orðabók háskólans en mín skýring er þessi:
Það að færa til nýrri tíma. Að taka upp lifnaðarhætti eða starfshætti sem einkenna nútímann og hafa komið til með framþróun og tæknivæðingu síðustu ára/alda. Þróun frá starfsháttum forfeðra okkar, afa og ömmu, til þeirra aðferða sem við notum í dag. ( á við um bæði lifnaðarhætti, hugsanagang og starfshætti.)

Býður einhver betur? :o)

07 mars, 2006 22:59  

Skrifa ummæli

<< Home