Maðurinn með borinn
Það er maður eða kona sem býr i einhverri af íbúðunum í kringum mig sem er með mikinn áhuga á því að nota borvél. Hann/hún er búin að vera að bora í steinveggi (heyrist dýpra og hærra hljóð en þegar borað er í tré/gifsveggi) síðan í október, tók smá pásu núna yfir mánaðarmótin jan/feb, en er byrjaður aftur núna. Í morgun byrjaði svo íbúinn í íbúðinni við hliðinna á rúmveggnum mínum að negla kl. 8 í morgun!!! Mikil framkvæmdagleði í húsinu greinilega, og ég alveg að njóta þess að vera heima með útvarpið í botni til að yfirgnæfa hljóðin :o)
4 Comments:
Dásamlegt!
Þú þarft þá a.m.k. ekki að skammast þín þegar að því kemur að þú heldur partý, með tilheyrandi látum :)
hehe, neibb, stefnum á það 5 maí. Það dugar ekki minni fyrirvari fyrir danina ;o)
Hehehe vá þessir nágrannar geta verið skemmtilegir
KOLLA San Francisco
Skrifa ummæli
<< Home