Jæja, það er víst komið að því að segja frá Kaliforníuferðinni! Fínt að halda upp á mánaðarheimkomu með því ;o)
Ég lenti frá því að standa á skíðum í Sviss, heim í íbúð, skipta um í töskunum, og svo bara aftur af stað, í þetta skiptið á aðeins heitari slóðir (ja alla vega samkvæmt hitamælinum...) Það liðu sem sagt 16 tímar frá því að ég lenti og þangað til ég var komin aftur út á völl.
Við tók 8 eða 9 tímar til New York, 5 tímar á flugvellinum í Newark og svo 6 tímar frá Newark til San Fransisco. Verð að viðurkenna að ég var orðin svoldið þreytt þegar ég lenti, þrátt fyrir að hafa sofið alla sex tímana í seinni leggnum, og meira segja misst af matnum, ég svaf svo fast (það er annars eitthvað sem gerist aldrei...) Var heldur ekki alveg sama þegar ég fór í gegnum tollinn og eftirlitið til að komast “inn” í USA, því ég þurfti að fara í blóðprufur meðan ég var heima ( á 16 tímunum) og var öll sundurstungin og með marbletti upp og niður handleggina. Gott svona :o)
Þegar ég var svo lent í San Fransisco og komin með farangurinn minn tók við að reyna að finna þau hjónakorn, Gunnar og Ásdísi. Það lá nú ekkert beint við að finna þau, og að sjálfsögðu virkaði gemsinn minn ekki. Ekki að ég hafi haft vit á því að skrifa niður símanúmer þannig að það hefði nú breytt minnstu, nema gefið möguleikann á að hringja heim til mömmu! Var samt með heimilisfangið því ég hafði hringt eldsnemma og vakið Sigyn til að fá að tékka mig inn, en til þess þurfti ég heimilisfang, og hafði þó haft vit á að skrifa það aukalega niður fyrir sjálfa mig en ekki bara brottfarartékkið.
Eftir smá stund brunuðu þau samt í hlaðið, og vandamálið horfið úr sögunni :o) Eftir u.þ.b. 40 mín keyrslu komum við heim til þeirra, í afskaplega kósý og vinalega íbúð,
það má alveg hrósa Bandaríkjamönnunum fyrir hönnun stúdentagarðanna, alla vega mun betur gert en margt af því sem maður sér hérna í dk...
Þar sem það var komið langt fram á kvöld þegar ég lenti, þá var nú lítið gert annað en að borða kvöldmat, og koma sér (mér) fyrir. Minnir að ég hafi náð að sofna á sófanum áður en við fórum í háttinn, og það var nú ekki í fyrsta skiptið sem það gerðist ;o) Daginn eftir vaknaði ég svo við einhver undarleg hljóð, og ætlaði aldrei að finna út úr því hvað væri í gangi. En í stuttu máli, þá átti ég eftir að vakna við Ipodinn hennar Ásdísar kl. 9 á hverjum degi :o) náði nú að læra á þetta að lokum, og var tilbúin með hann við hliðina á mér á morgnana til að slökkva á honum svo ég gæti haldið áfram að sofa ( Það skal samt tekið fram að þegar Ásdís frétti af þessu bauðst hún auðvitað um leið til þess að slökkva á honum permanent, en þá var það komið upp í góðan vana að fara á fætur með ipodnum anyway ;o)
Fyrsta daginn vorum við bara í rólegheitum. Fórum í skoðunarferð um campusinn, og það vantaði ekki að þar væri mikið lagt í útlitið og heildarmyndina. Nánast allar byggingarnar úr sama efni (alla vega ytra byrðið ;o) og mikið af plássi og grænum svæðum.
Og allt mjög vel hirt og snyrtilegt, og grasið greinilega vökvað. Og það mátti LABBA á því!!! Það kom mér, fáfróða Íslendingnum á óvart, því ég hélt að það mætti bara hvergi í USA ;o)
Margar af myndunum eru teknar uppi í Hoover turninum, sem er byggður til minningar um fyrrverandi forseta USA, og starfsmann Stanford sem akkúrat hér Hoover, merkilegt nokk...
En ég held að flestar byggingarnar þarna heiti í höfuðið á einum eða öðrum, mér fannst skemmtilegast að koma í Hewlett og Packard byggingarnar sem standa þarna hlið við hlið :o)
kannski af því að það voru einu nöfnin sem ég þekkti (kannaðist svoldið við þetta Hoover nafn, en það hefði alveg eins getað verið ryksuga mín vegna...).
Uppáhaldshúsið mitt var samt án efa Stanford Bookstore, hefði alveg getað eytt mörgum tímum þar inni að skoða. Fatadeildin var svo sem eitthvað út af fyrir sig, maður hefði getað gengið út í engu nema Stanford fötum, yst sem innst (og það virtist reyndar sem sumir nemendur hefðu gert akkúrat það...) en mér fannst samt læknadeildin langskemmtilegust og endaði á að eyða meiri pening þar en samtals í öllum öðrum búðum!
Meira seinna...