föstudagur, apríl 17, 2009

Ameríkuferð – hluti 3


Á sunnudeginum leyfðum við okkur að sofa út, en settum svo stefnuna á eitthvert útsölumoll sem þau hjónin höfðu nýtt sér eitthvað. Varð nú að viðurkenna að mér fannst þetta nú hvorki vera útsölur, né moll, en það er víst umdeilanlegt ;o) Í raun var þetta samt meira eins og skeifan eða eitthvað álíka verslunarsvæði, þar sem allt var í sér “húsi” eða húshluta (og ég átti eftir að sjá sárt eftir því að hafa ákveðið að vera að gellast eitthvað á háhæluðum skóm...). Hitt var að eflaust var þetta ódýrara en í búðunum inni í bæjarkjörnum, en þar sem allar búðirnar voru einhver svakaleg merki, þá fannst mér verðlagið ekkert vera neitt til að hrópa húrra fyrir. Geri ráð fyrir að það þurfi að setja þetta allt í samhengi ;o) Náði samt að kaupa mér sólgleraugu (sem voru nauðþurftakaup því ég gleymdi mínum heima í DK) og peysu, sem var algerlega auka-eintak í fataskápinn, en voða fín engu að síður ;o)

mánudagur, apríl 13, 2009

Ameríka - 2. hluti

Á laugardeginum vöknuðum við eldsnemma (áður en Ipodinn var byrjaður...), pökkuðum niður rúmfötum, dýnum og tjaldi,útbjuggum nesti og lögðum svo í ‘ann.

Áfangastaður Yosemite þjóðgarðurinn í Kaliforníu. Við keyrðum í ca 4 tíma, gegnum fullt af litlum bæjum og þorpum og kom það mér mest á óvart hvað vegakerfið er lélegt þarna. Endalausar beygjur og sveigjur, mjóir vegir, og frekar ósléttir. Ekkert með að fræsa upp allt malbikið á hverju sumri eins og á Njarðargötu þarna!
Borðuðum í “Staðarskála” sem var samt meira eins og Blönduskálinn, staðsettur í litlum bæ, og virtist vera hálfgerður miðpunktur umhverfisins ;o) Þetta var í eina skiptið sem ég borðaði hamborgara í Ameríku og get ekki sagt að það hafi verið mikill munur á þeim og þeim íslensku...

Að lokum fórum við að sjá í “the half dome” sem var aðalsmerki þjóðgarðsins, og er risavaxinn klettur sem er í laginu eins og hálf bjalla. Það var samt hægt að keyra lengi lengi áður en við komum inn á aðalsvæðið, og mörg stopp til að skoða náttúrufegurðina sem var gífurleg. Há fjöll, risavaxin tré og fossar í þröngum gilum sem er alveg ólíkt því sem maður þekkir frá Íslandi.

Við komumst fljótlega að því að þessi garður væri meira fyrir fjallgöngugarpa en fólk í rölt/bílaleiðangri. Hann er ekki stærri en svo að við náðum að keyra eftir flestum vegunum (alla vega þeim sem voru opnir á þessum árstíma), og ganga talsvert út frá þeim þennan sama dag, svo við ákváðum að nýta daginn bara til fulls þarna, en keyra frekar til baka og sofa heima í hlýjunni.
Það virkaði ekkert svo spennandi að fara að planta sér niður í tjaldi í skítakulda og snjó, og vægast sagt var undirrituð ekki alveg að pakka fyrir skátaferðalag þegar hún pakkaði niður fyrir ferðina ;o)




Í raun áttum við heldur ekki eftir að skoða svo mikið, nema að ganga á fjallstoppana þarna í kring, sem væri pottþétt þess virði að gera einhvern tímann þegar maður hefði fleiri daga til þess, og að sumarlagi!

föstudagur, mars 13, 2009

Ameríka - 1 hluti.

Jæja, það er víst komið að því að segja frá Kaliforníuferðinni! Fínt að halda upp á mánaðarheimkomu með því ;o)

Ég lenti frá því að standa á skíðum í Sviss, heim í íbúð, skipta um í töskunum, og svo bara aftur af stað, í þetta skiptið á aðeins heitari slóðir (ja alla vega samkvæmt hitamælinum...) Það liðu sem sagt 16 tímar frá því að ég lenti og þangað til ég var komin aftur út á völl.

Við tók 8 eða 9 tímar til New York, 5 tímar á flugvellinum í Newark og svo 6 tímar frá Newark til San Fransisco. Verð að viðurkenna að ég var orðin svoldið þreytt þegar ég lenti, þrátt fyrir að hafa sofið alla sex tímana í seinni leggnum, og meira segja misst af matnum, ég svaf svo fast (það er annars eitthvað sem gerist aldrei...) Var heldur ekki alveg sama þegar ég fór í gegnum tollinn og eftirlitið til að komast “inn” í USA, því ég þurfti að fara í blóðprufur meðan ég var heima ( á 16 tímunum) og var öll sundurstungin og með marbletti upp og niður handleggina. Gott svona :o)

Þegar ég var svo lent í San Fransisco og komin með farangurinn minn tók við að reyna að finna þau hjónakorn, Gunnar og Ásdísi. Það lá nú ekkert beint við að finna þau, og að sjálfsögðu virkaði gemsinn minn ekki. Ekki að ég hafi haft vit á því að skrifa niður símanúmer þannig að það hefði nú breytt minnstu, nema gefið möguleikann á að hringja heim til mömmu! Var samt með heimilisfangið því ég hafði hringt eldsnemma og vakið Sigyn til að fá að tékka mig inn, en til þess þurfti ég heimilisfang, og hafði þó haft vit á að skrifa það aukalega niður fyrir sjálfa mig en ekki bara brottfarartékkið.

Eftir smá stund brunuðu þau samt í hlaðið, og vandamálið horfið úr sögunni :o) Eftir u.þ.b. 40 mín keyrslu komum við heim til þeirra, í afskaplega kósý og vinalega íbúð, það má alveg hrósa Bandaríkjamönnunum fyrir hönnun stúdentagarðanna, alla vega mun betur gert en margt af því sem maður sér hérna í dk...

Þar sem það var komið langt fram á kvöld þegar ég lenti, þá var nú lítið gert annað en að borða kvöldmat, og koma sér (mér) fyrir. Minnir að ég hafi náð að sofna á sófanum áður en við fórum í háttinn, og það var nú ekki í fyrsta skiptið sem það gerðist ;o) Daginn eftir vaknaði ég svo við einhver undarleg hljóð, og ætlaði aldrei að finna út úr því hvað væri í gangi. En í stuttu máli, þá átti ég eftir að vakna við Ipodinn hennar Ásdísar kl. 9 á hverjum degi :o) náði nú að læra á þetta að lokum, og var tilbúin með hann við hliðina á mér á morgnana til að slökkva á honum svo ég gæti haldið áfram að sofa ( Það skal samt tekið fram að þegar Ásdís frétti af þessu bauðst hún auðvitað um leið til þess að slökkva á honum permanent, en þá var það komið upp í góðan vana að fara á fætur með ipodnum anyway ;o)

Fyrsta daginn vorum við bara í rólegheitum. Fórum í skoðunarferð um campusinn, og það vantaði ekki að þar væri mikið lagt í útlitið og heildarmyndina. Nánast allar byggingarnar úr sama efni (alla vega ytra byrðið ;o) og mikið af plássi og grænum svæðum. Og allt mjög vel hirt og snyrtilegt, og grasið greinilega vökvað. Og það mátti LABBA á því!!! Það kom mér, fáfróða Íslendingnum á óvart, því ég hélt að það mætti bara hvergi í USA ;o)
Margar af myndunum eru teknar uppi í Hoover turninum, sem er byggður til minningar um fyrrverandi forseta USA, og starfsmann Stanford sem akkúrat hér Hoover, merkilegt nokk... En ég held að flestar byggingarnar þarna heiti í höfuðið á einum eða öðrum, mér fannst skemmtilegast að koma í Hewlett og Packard byggingarnar sem standa þarna hlið við hlið :o) kannski af því að það voru einu nöfnin sem ég þekkti (kannaðist svoldið við þetta Hoover nafn, en það hefði alveg eins getað verið ryksuga mín vegna...). Uppáhaldshúsið mitt var samt án efa Stanford Bookstore, hefði alveg getað eytt mörgum tímum þar inni að skoða. Fatadeildin var svo sem eitthvað út af fyrir sig, maður hefði getað gengið út í engu nema Stanford fötum, yst sem innst (og það virtist reyndar sem sumir nemendur hefðu gert akkúrat það...) en mér fannst samt læknadeildin langskemmtilegust og endaði á að eyða meiri pening þar en samtals í öllum öðrum búðum!

Meira seinna...

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

California - Stanford og Yosemite











sunnudagur, febrúar 01, 2009

Denmark-Sviss-Denmark-Kalifornía

Já, það er ýmislegt búið að gerast síðan síðast.

Fór til Sviss, Our Chalet i Adelboden til að vera nákvæmari, á fund hjá vinnuhópum Evrópustjórnarinnar.
4 dagar af fundarhöldum, og sjaldan verið jafn ánægð eftir svona fundi, þar sem "framleiðni" alla vega míns hóps var í hámarki, og margt í burðarliðnum eftir þetta :o)

Þegar formlegum fundarhöldum lauk tók svo við skíðatímabilið. Vorum 13 manns sem framlengdum dvölina, skíðasvæðið í Adelboden við húsdyrnar, og þjónustan í Our Chalet æðisleg. Verður örugglega endurtekið á næsta ári, vonandi bara í aðeins lengri tíma en núna, þar sem 2 dagar á skíðum líða allt of fljótt.
Varð samt eiginlega hálf hissa á getu minni í skíðum á mánudeginum, þar sem ég hef ekki stigið á skíði í alla vega 2 ár og gekk samt bara nokkuð vel að ráða við brekkurnar, í kappi við fólkið sem fer á hverju ári í skíðaferðir...
Fékk samt að finna aðeins fyrir því seinni daginn, brjáluð þoka, og vindur. Sást varla í skíðin á parti, og ég orðin hálf sjóveik af því að vita aldrei hvað kæmi undir skíðin næst ;o) Fékk líka nokkrar ansi góðar salibunur á rassinum, eða bara andlitinu, svona undir lokin ;o)

Lenti svo í Kaupmannahöfn upp úr 2 á miðvikudeginum, og bara beint heim í að pakka fyrir Kaliforníu, knúsa svona helsta fólkið og bara af stað aftur. Meira af því seinna :o)

þriðjudagur, janúar 20, 2009

punktar úr lífi mínu

Kláraði próf í dag. Gekk vel. Orðin læknir upp undir rifbein.

Er að ganga frá Ameríkuferðinni.

Fer til Sviss á Miðvikudaginn. Gleymdi líklega ullarnærfatinu heima svo mér verður kalt á skíðunum.

Hélt spilakvöld með nokkrum krækingum.

Borðaði með flugvélakonunni.

Borðaði með Dönskuskólastelpunum.

Eigi smá séns að koma heim í mars. Jeij :o)


Annars bara allt við það sama :o)

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Næturvaktablogg

Jå, tetta blog mitt er ad verda eintomt næturvaktablogg! En hvenær annars situr madur og tarf ad drepa nokkra tima, an tess ad geta gert svo margt annad anyway? ;o)

Er langt komin i næturvaktatørninni, og buin ad upplifa ymislegt nytt.

Medal annars tad ad sjuklingurinn minn do a vaktinni minni, en tad er i fyrsta skipti sem tad gerist. Frekar undarleg tilfinning, og mjog blendnar. Finnst samt ad tetta hafi kannski verid tad besta fyrir vidkomandi sjukling sem var gamall og veikur, og ekki i sambandi vid umheiminn, eda fær um ad njota lifsins a neinn hatt. To ad lifid se gjøf eins og stundum er sagt, ta getur daudinn verid tad lika.

Fannst eiginlega meira sorglegt ad hugsa um lif sjuklingsins en dauda, eins undarlegt og tad kann ad hljoma. Engin nærfjølskylda eda vinir, engin tenging vid umhverfid, engin upplifun, eingøngu dagleg føst rutina a hjukrunarheimili sem breyttist ekki fyrr en hann var lagdur inn a sjukrahus. Ekkert af tvi sem mer finnst svo mikilvægt i minu lifi, og gerir tad tess virdi ad lifa tvi.

Reyndar dou tveir sjuklingar tessa sømu nott a deildinni, to hinn hafi nu ekki verid dedikeradur minn. Og til ad toppa tad, ta endadi eg i bjørgunaradgerdum a tridja sjuklingnum nottina eftir, a annarri deild to. I stuttu mali var teim sjuklingi haldid a lifi tegar eg for, til ad fjølskyldan gæti komid og kvatt i sidasta skipti.

Leist eiginlega ekkert a blikuna tegar eg mætti til vinnu næstu nott, og så ad eg atti ad sitja fast yfir kritiskt veikum sjuklingi!!! Hann var to a lifi tegar eg for heim, og ekkert utlit fyrir ad hann væri neitt ad deyja alveg a næstunni svo eg vona bara tad besta fyrir hans hønd ;o)

yfir og ut, Fridur, sem ekki a von a tvi ad neinn deyi i nott a sinni vakt ;o)